Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Page 37
uð rauðgulum illhærum, því að húsvistin hefur ekki
valdið neinum skemmdum á henni. Svo er hún gljáa-
meiri en vorull, meðal annars vegna þess, að hún er
fínni en vorull af fullorðnu fé.
Norðmenn mæla eindregið með þvi, að fé af gamla
norska fjárkyninu sé klippt tvisvar á ári. Þetta fé
er náskylt íslenzka fénu, og þeir klippa tvisvar, til
þess að ullin, sem vaxið hefur yfir sumarið, skemm-
ist ekki á fénu í húsunum yfir veturinn.
Þeir telja haustullina miklu betri til vinnslu en
ársullina af vorrúnu fé, og nú eru til aðferðir til að
koma i veg fyrir, að ull hlaupi og þófni eftir vinnslu.
Annað atriði, sem ástæða er til að minnast á, er
aðsltilnaður á þeli og togi í vélum. Það er nokkurn
veginn öruggt, að ef unnt væri að aðgreina islenzku
ullina i þel og tog, áður en unnið er úr henni, þá
myndi verðmæti hennar stóraukast. En það er sá galli
á gjöf Njarðar, að við vitum ekki, hvernig á að fara
að því að aðgreina hana. Þetta hefur þó verið gert,
m. a. i Bandarikjunum, og með góðum árangri, en
aðferðinni, sem Bandarikjamenn nota, er haldið
leyndri, svo að við yrðum sennilega að finna upp
okkar eigin aðferð, ef við ætluðum að koma slikum
aðskilnaði i kring.
Ég hef rætt þetta mál itarlega við ullarsérfræð-
inga erlendis, sem hafa sumir liverjir komið með
góðar tillögur um það, hvernig það verði bezt leyst.
Ég komst meira að segja það langt fyrir einu ári, að
sent var sýnishorn af ull til Bandaríkjanna til að
Prófa að aðgreina það i þel og tog í nýrri tegund af
kembivélum, sem nú eru komnar á heimsmarkaðinn.
Ullarsérfræðingurinn, sem tók að sér að gera þessa
tilraun, taldi þetta vel framkvæmanlegt, en hann
hafði ekki yfir að ráða öllum þeim vélum, sem til
þurfti til að hægt væri að gera tilraunina á einum
stað. Hann varð að leita samninga við fyrirtæki, sem
vinna úr grófri ull, um að taka að sér hluta af verk-
(35)