Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 62
MYRKVAR 1986
Sólmyrkvar
1. Deildarmyrkvi á sólu 9. apríl. Sést í Ástralíu og á Suðurskauts-
landinu.
2. Almyrkvi og hringmyrkvi á sólu 3. október. Þessi myrkvi er afar
óvenjulegur. í fyrsta lagi munar minnstu að skuggi tunglsins fari
framhjá jörðinni án þess að snerta hana. Skuggakeilan snertir
jörðina aðeins á lítilli rönd, á hafsvæðinu milli Islands og Græn-
lands. Á þessu svæði verður almyrkvi, en þó ekki nema andartak á
hverjum stað, því að það er aðeins bláendi skuggakeilunnar sem
snertir jörð. Undir þessum kringumstæðum er á mörkunum, að
tunglið geti hulið sólkringluna frá jörðu séð. Þar á jörðinni, sem
tunglið sést fyrst bera fyrir miðja sól, verður hringmyrkvi, síðan
tekur við svæði, þar sem almyrkvi verður, og loks endar slóðin í
hringmyrkva.
Frá fslandi sést deildarmyrkvi, sá mesti síðan almyrkvinn varð
árið 1954. Sól verður lágt á lofti í vestri, og sést myrkvinn því best
við vesturströndina. í Reykjavík hefst myrkvinn kl. 17 58 (nánar
tiltekið kl. 17 58,2), en þá er sól aðeins 5° yfir sjóndeiidarhring.
Tunglið færist yfir sólina frá vestri til austurs og byrjar að sjást
lengst til hægri á sólskífunni (kl. 3, ef sólinni er líkt við klukku-
skífu). Myrkvinn fer vaxandi fram til þess er sól sest, kl. 18 51, en þá
hylur tungl 85% af þvermáli sólar. Séð úr flugvél yfir Reykjavík
myndi sólin sjást Iengur og myrkvinn sýnast mestur kl. 19 00. Á
þeirri stundu mun tungl hylja meira en 99% af þvermáli sólar, en til
að þetta sjáist þyrfti flughæðin að vera a.m.k. 2000 metrar og
skyggni gott.
Myrkvinn sést best á norðvesturhorni landsins. Á Suðureyri hefst
hann kl. 17 54 og nær hámarki kl. 18 56, rétt eftir sólsetur. Séð úr
500 m hæð yfir sjávarmáli í góðu skyggni mun tungl þá hylja 99,8%
af þvermáli sólar.
Þótt mjög dragi úr birtu sólar, þegar hún nálgast sjóndeildarhring,
er rétt að vara við því, að horft sé beint í sólina til að fylgjast með
myrkvanum, nema ljósið sé deyft, t.d. með dökku gleri eða filmu.
Tunglmyrkvar
1. Almyrkvi á tungli 24. apríl. Sést ekki hér á landi.
2. Almyrkvi á tungli 17. október. Myrkvinn hefst (tungl snertir al-
skuggann) kl. 17 29, en þá er tungl komið upp austast á landinu.
Tunglið er almyrkvað kl. 18 41, en þá er það lágt á austurhimni (4°
yfir sjóndeildarhring í Reykjavík). Miður myrkvi er kl. 19 18.
Almyrkvanum Iýkur kl. 19 55. Tungl er laust við alskuggann kl.
21 07 og við hálfskuggann kl. 22 16.
(60)