Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 101
Árferði
Arið 1984 var kalt og sólarlítið sunnanlands en hlýtt og
bjart norðanlands. Úrkoma var meiri en í meðalári víða um
land.
í Reykjavík var meðalhiti ársins 4,0 stig, sem er 1,0 stigi
undir meðaltali áranna 1931-1960 og 1,5 stigum undir með-
altali áranna 1961-1980. Árið var þó 0,6 stigum hlýrra en
árið á undan. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 980, en
meðaltal áranna 1931-1960 er 1.249. Vantaði því talsvert á,
að sólfar væri í meðallagi. Úrkoma í Reykjavík varð hins
vegar um 20% meiri en í meðalári eða nær 1.000 mm.
Á Akureyri var meðalhiti ársins 4,2 stig, sem er 0,3 yfir
meðaltali áranna 1931-1960 og 1,0 stigi yfir meðaltali
áranna 1961-1980. Sólskinsstundir á Akureyri voru 1.040,
sem er um 80 stundum yfir meðaltali. Úrkoma var hins
vegar rétt yfir meðaltali eða um 500 mm. Á Akureyri var
sérlega hlýtt í júlí og ágúst, og fór hiti þar yfir 15 stig í 19
daga í júlí ög 22 daga í ágúst. Úrkoma á Akureyri í ágúst
var aðeins 15 mm en þá var hún 130 í Reykjavík.
í janúar var kalt um allt land og sérlega snjóþungt
vestanlands. Hinn 4. og 5. janúar gekk þar yfir stórviðri
með mikilli fannkomu. Ífebrúar batnaði tíðin norðanlands
en hélzt áfram slæm á Vesturlandi. í Reykjavík taldist
snjódýpt hinn 7. febrúar vera 43 sentimetrar, sem er mesta
snjódýpt, sem mælzt hefur síðan 1952. í marz og apríl hélzt
góð veðrátta norðanlands og austan, en sunnanlands og
vestan var svalt, enda vindur oftast milli suðurs og vesturs.
Hélzt svo raunar fram á haust. í maí var fremur kalt um allt
land, en gróðri fór þó mun betur fram en árið áður. í
Reykjavík rigndi um 40% meira en í meðalári. Fyrstu viku í
júní var hlýtt um allt land, en síðan kólnaði, einkum
sunnanlands og vestan. Hélzt svo í júlí og ágúst, að svalt var
og rigningasamt í fyrrnefndum landshlutum, en Norðlend-
ingar og Austfirðingar bjuggu við sól og sumaryl. Meðalhit-
inn á Akureyri í júlí var 12,7 stig og var það hlýjasti júlí þar
síðan 1955. Úrkomumet ágústmánaðar var slegið í Reykja-
(99)