Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 161
(202.501), 12.408 í leiguflugi, 35.016 í pílagrímaflugi. í
heild var um 10,5% fjölgun farþega að ræða og var aukning
mest í Evrópuflugi eða 26,5%. Pílagrímaflug minnkaði hins
vegar verulega. 11. maí hófu Flugleiðir áætlunarflug til
Detroit, og 26. október var farin fyrsta áætlunarferðin milli
Luxemborgar og Orlando í Flórída. í árslok áttu Flugleiðir
fjórar Fokker F-27 vélar, tvær Boeing B-727 og þrjár
McDonnel Douglas DC-8. Einnig hafði félagið nokkrar
flugvélar á leigu. Mikið var rætt um framtíðarflugvélakost
félagsins og ákveðið að hafa DC-8-63 áfram í rekstri en láta
setja á þær hljóðdeyfibúnað, sem er nauðsynlegur vegna
nýrra hávaðareglna í Bandaríkjunum. Sigríður Einarsdóttir
var í nóvember ráðinn flugmaður hjá Flugleiðum. Hún er
fyrsta konan, sem fastráðin er sem flugmaður hjá félaginu.
— Tap á rekstri Arnarflugs varð 64,5 milljónir. Félagið
flutti 27.063 farþega í áætlunarflugi milli landa (22.900 árið
áður). Flogið var til Amsterdam, Dússeldorf og Zúrich. í
leiguflugi fyrir íslenzkar ferðaskrifstofur voru fluttir 12.694
farþegar milli íslands og Evrópulanda. Farþegar hjá Arnar-
flugi innanlands voru 18.769, og var það mjög svipað og
árið áður. Félagið stundaði mjög leiguflug erlendis bæði
með farþega og vörur, og má í því sambandi nefna farþega-
flug frá Ítalíu og Austurríki til Kúbu. Einnig var mikið
flogið fyrir Tunis Air.
Siglingar. Hagur Eimskipafélags íslands varð nokkru
lakari en árið áður og 57,3 milljóna tap á rekstrinum í heild.
Þetta er 2,7% af veltu. Heildarflutningar félagsins á árinu
voru 723.000 tonn (árið áður 669.000) og er þetta 8%
aukning á milli ára. Innflutningur var 323.000 tonn, útflutn-
ingur 336.000 tonn, flutningur milli erlendra hafna 52.000
tonn og strandflutningur 12.000 tonn. í upphafi árs hafði
félagið 14 eigin skip í flutningum og 6 leiguskip, en í árslok
13 eigin skip í flutningum og 10 leiguskip. í marz var Múla-
foss seldur til Grikklands og Úðafoss í maí til ítalskra aðila.
Kaupleigusamningar voru gerðir um tvö 300 gáma skip,
sem eru yfir 4.000 tonn hvort. Þau voru afhent í september
og nóvember og nefnast Skógafoss og Reykjafoss. Þriðja
(159)