Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 97
SC I m a n ö l
ftjrít ít eptir .Rrífið fíebínt)
1837,
fem ct fptjia át cptít -fjtaiipác cnn fimta
eptic ©umacaufa,
útreifnab
ft)ti Síeifiapff 4 Séíanbi
of
Æ. S. K. (Dtuffen,
Prof. Aftronom.
útíagt cg lagab eptir íste»t(fu tíimitali
af
Simti tTtagmtsfj’ni,
Prur.
©elft innffjt, í .C.mpm.:::n,ibctn, a eimtri crC, ftjrir
8 SRtfiébánfaffilbínga ftlfucð.
ÚRöupmanna^frt.
fJrentab bjá jÐirecteur ^öfh-up ©djultj,
tonánðtrðum og 4?áf?clan6 Ccfþrrífiata.
ALMANAK HÁSKÓLANS 150 ÁRA
Almanak Háskólans, öðru nafni íslandsalmanakið, kemur nú út í
150. sinn. Mun það vera elst þeirra rita, sem gefin eru út hér á landi,
Þcgar Skírnir er frátalinn. Myndin hér að ofan sýnir forsíðu fyrsta
almanaksins árið 1837.
Allt fram til 1922, eða í 86 ár, var almanakið gefið út í Kaupmanna-
höfn á vegum Hafnarháskóla, sem svo lengi var háskóli íslendinga.
Fyrstu árgangarnir voru í mjög litlu broti og hafa gengið undir nafninu
••kubbar" eða „stubbar". Almanakið var í upphafi sniðið eftir danska
almanakinu, sem er elst almanaka á Norðurlöndum, en það á aftur
rætur að rekja til þýskra almanaka. Umgerðin sem prýtt hefur forsíðu
íslenska almanaksins síðan 1861, er einnig á forsíðu þess danska. I
hornunum má sjá hinar þekktu árstíðamyndir Bertels Thorvaldsens,
en hvort hann hefur teiknað umgerðina sjálfa, er ekki vitað. Allar
heimildir um uppruna hennar virðast nú glataðar.
Um sögu almanaksins hefur ýmislegt verið ritað. Skal hér bent á
grein eftir dr. Leif Ásgeirsson í almanakinu 1952 og grein eftir
horgerði Sigurgeirsdóttur í Almanaki Pjóðvinafélagsins 1969.
(95)