Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 85
metrakerfið og hið alþjóðlega einingakerfi
Metrakerfið var innleitt í Frakklandi með lagasetningu á árunum
1795-1799. Kerfið náði fljótlega mikilli útbreiðslu og er nú lögskipað í
öllum menningarlöndum eða lögleyft til jafns við þau eldri kerfi, sem
enn halda velli. Á íslandi var metrakerfið lögleitt árið 1907.
Nafnið metri er myndað af gríska orðinu metron=mælir. Upphaf-
'ega var ákveðið að metrinn skyldi vera sem næst 1 tíumilljónasti af
vegalengdinni frá norðurheimskauti að miðbaug jarðar, mælt eftir
lengdarbaugnum um Parísarborg. Til að finna þessa vegalengd með
nægilegri nákvæmni, þurfti umfangsmiklar landmælingar, sem náðu
frá Dunkirk í Frakklandi til Barcelona á Spáni. Á grundvelli þeirra
mælinga var smíðaður staðalmetri úr málmi og hann síðan notaður til
yiðmiðunar. Af máleiningunni, metranum, var svo leidd vogareining-
>n, gramm, með því ákvæði, að milljón grömm skyldu vera jafnvægi
e>ns rúmmetra af vatni í þyngsta eðlisástandi (þ.e. við 4°C). Við val
yfir- og undireininga var fylgt tugakerfinu, sem þá var að ryðja sér til
rúms.
Þegar til átti að taka, reyndist kílógrammið hentugri staðalstærð en
grammið. Var því smíðað staðalkílógramm úr málmi og varðveitt til
viðmiðunar á sama hátt og staðalmetrinn. Fyrstu staðaleintökin af
metranum og kílógramminu voru löggilt í Frakklandi árið 1799. Ný
alþjóðleg staðaleintök af báðum þessum einingum voru tekin í notkun
árið 1899. Staðalkílógrammið frá 1899 er enn í gildi, en skilgreiningu
metrans hefur þrívegis verið breytt, ekki til að breyta lengd metrans,
heldur til að fullnægja kröfum nýrrar mælitækni. Jafnframt hefur
reynst nauðsynlegt að staðla fleiri einingar og fella þær inn í metrakerf-
>ð. í hinu alþjóðlega einingakerfi Sl (Systéme international d’Unités),
sem samþykkt var á alþjóðaráðstefnu um mál og vog árið 1960, eru
grundvallareiningarnar þessar:
lengdareining:
massaeining:
tímaeining:
rafstraumseining:
ljósstyrkseining:
hitaeining:
magneining:
metri (m)
kílógramm (kg)
sekúnda (s)
amper (A)
kandela (cd)
kelvin (K)
mól (mol)
Af þessum höfuðeiningum eru svo aðrar einingar kerfisins leiddar,
beint eða óbeint. Fjölmargar þjóðir hafa tekið upp þetta einingakerfi
sem hið eina löglega kerfi, og er líklegast að það muni verða allsráð-
andi í vísindum og viðskiptum, þegar fram líða stundir. Stefnt er að því
að taka úr notkun flestar einingar sem tilheyra ekki kerfinu eða
samlagast því itla.
(83)