Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 132
Ungverjalandi FH út, 19-20 og 35-27. Um haustið hófu FH,
Víkingur og Valur þátttöku í Evrópukeppni. FH sló út
norska liðið Kolbotten, 34-16 og 39-31, og síðan ungverska
liðið Honved. FH tapaði á útivelli 27-29, en sigraði á
heimavelli 26-22. Víkingur lék við Fjellhammer frá Noregi,
og vegna verkfallstafa urðu Víkingar að leika báða leiki
sína í Noregi. Þeir unnu annan 26-20, en töpuðu hinum 23-
25. Víkingur komst því áfram og lék í næstu umferð við
Corona Tres de Mayo á Kanaríeyjum. Víkingur vann báða
leikina 28-21. Valur lék gegn sænska liðinu Ystad og sigraði
heima 20-17, en tapaði á útivelli með meiri mun, 19-23. FH
og Víkingur voru því um áramót komin í 8 liða úrslit í
Evrópukeppni, en Valur var úr leik. - Ársþing HSÍ var
haldið í lok maí, og var Jón Hjaltalín Magnússon þá kjörinn
formaður.
Iþróttamaður ársins. Ásgeir Sigurvinsson knatt-
spyrnumaður, þýzkur meistari í knattspyrnu með Stutt-
gartliðinu, var kjörinn íþróttamaður ársins 1984. Kjörið olli
nokkrum deilum, því að ýmsir töldu, að ómaklega hefði
verið gengið fram hjá Bjarna Friðrikssyni júdómanni, sem
vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum.
íþróttir fatlaðra. Ólympíuleikar fatlaðra voru haldnir í
New York í júní. Tíu íslendingar tóku þátt í leikunum, og
fengu sex þeirra verðlaun, alls 2 silfur og 7 brons. Jónas
Óskarsson setti heimsmet í sínum flokki í 100 m baksundi,
en það féll í úrslitasundinu, þar sem Jónas varð annar.
Ólympíuleikar mænuskaddaðra voru haldnir í Englandi í
júlí. Far kepptu átta íslendingar. Ársþing ÍF var haldið í
Reykjavík í marz. Ólafur Jensson var kjörinn formaður í
stað Sigurðar Magnússonar.
Júdó. íslandsmót var haldið í Reykjavík í marz. Bjarni
Friðriksson (Ármanni) varð íslandsmeistari í opnum flokki
karla, sjötta árið í röð. Hann varð í öðru sæti á opna skozka
meistaramótinu, sem haldið var í febrúar. Þrettán íslend-
ingar tóku þátt í Norðurlandamótinu, sem haldið var í
Danmörku í apríl. Þar sigraði Bjarni Friðriksson í opnum
flokki, og hann varð annar í 95 kg flokki.
(130)