Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 158
— 10. október lauk Heimir Fannar doktorsprófi í verkfræði
við Strathclydeháskóla í Glasgow. Ritgerðin nefnist: Cond-
ensation of Vapour Bubbles in Immiscible Liquids. — 20.
október varði Ragnar Sigurðsson doktorsritgerð við há-
skólann í Lundi. Ritgerðin nefnist: Growth Properties of
Analytic and Plurisubharmonic Functions of Finite Order.
— 26. nóvember varði Bolli Björnsson doktorsritgerð í
verkfræði við tækniháskólann í Darmstadt. Ritgerðin nefn-
ist: Zur Vorausbestimmung stabilitátsstutzender
Massnahmen im Drehstrom-Gleichstrom-Netzverbund. —
28. nóvember varði Elínborg Jóhannesdóttir doktorsritgerð
í lífefnafræði við háskólann í Vínarborg. Ritgerðin nefnist:
Untersuchung der Regulationsregion fur die bakterielle
Konjugation im Resistenzplasmid R 1. Fjallað er um erfða-
eiginleika í bakteríum, sem valda útbreiðslu ónæmis við
fúkkalyfjum. — 10. desember Iauk Páll Hersteinsson dokt-
orsprófi í dýrafræði við háskólann í Dundee. Ritgerðin
nefnist: The Behavioural Ecology of Arctic Foxes (Alopex
lagopus) in Iceland. Fjallað er um íslenzka refinn.
Stúdentspróf
1568 stúdentar voru brautskráðir á árinu (árið áður
1509). Af þeim voru 196 brautskráðir frá Menntaskólanum
í Reykjavík (182), 126 frá Menntaskólanum á Akureyri
(121), 120 frá Verzlunarskóla íslands (100), 32 frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni (36), 210 frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð (237), 181 frá Menntaskólanum við Sund (171),
17 frá Menntaskólanum á ísafirði (11), 77 frá Flensborgar-
skólanum (98), 22 frá Samvinnuskólanum (11), 65 frá
Menntaskólanum í Kópavogi (45), 101 frá Ármúlaskóla
(93), 38 frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja (34), 147 frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti (150), 39 frá Fjölbrautaskólan-
um á Akranesi (51), 28 frá Menntaskólanum á Egilsstöðum
(35), 28 frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki (23), 39 frá
Garðaskóla (39), 62 frá Kvennaskólanum í Reykjavík (50),
28 frá Fjölbrautaskóla Suðurlands (22), 12 frá Fjölbrauta-
(156)