Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 67
September
Júpíter er á lofti mestan hluta myrkurtímans í Reykjavík. Hann er
gegnt sólu 10. september og þá í hásuðri um lágnættið, 20° yfir
sjónbaug. Júpíter er í vatnsberamerki. Eftir miðjan mánuð fer Mars að
skreiðast yfir sjóndeildarhring í suðri, en hann verður svo lágt á lofti
að hans gætir ekki.
Október
Júpíter er kvöldstjarna í vatnsberamerki, kominn upp fyrir myrkur
°g verður áberandi á himni. Mars er einnig kvöldstjarna, lágt á lofti að
v>su, en fer hækkandi og hefur náð 7° hæð yfir sjónbaug í suðri frá
Reykjavík í mánaðarlok, skömmu eftir myrkur. Mars er vestar en
Júpíter, en reikar til austurs úr bogmannsmerki í steingeitarmerki.
Nóvember
Júpíter og Mars eru kvöldstjörnur. Júpíter er hærra á lofti og
bjartari, en Mars einkennist af rauða litnum. Júpíter er enn í vatns-
beramerki, en Mars reikar úr steingeitarmerki í vatnsberamerki og
nálgast því Júpíter úr vestri. Síðari hluta mánaðar fer Venus að sjást
sem morgunstjarna í suðaustri og fer ört hækkandi. Merkúríus verður
tnorgunstjarna á sama tfma, en hann er nær sól og erfiðara að sjá
hann. Síðustu daga mánaðarins er hann um 7° yfir sjónbaug í suðaustri
þegar birtir í Reykjavík, en birta hans fer vaxandi fram yfir mánaða-
mót.
Desember
Júpfter og Mars eru báðir kvöldstjörnur og ekki langt á milli þeirra.
Júpíter er miklu bjartari, en Mars þekkist á rauða litnum. Mars reikar
hraðar til austurs og fer framhjá Júpíter hinn 18. desember. Bilið á
milli þeirra verður þá aðeins 0,5°, álíka og þvermál tungls. Peir eru þá
báðir í vatnsberamerki, en Mars verður kominn í fiskamerki fyrir
mánaðarlok. Venus verður morgunstjarna í desember, mjög skær og
áberandi. Fyrstu daga mánaðarins er Merkúríus einnig morgunstjarna,
en nærri sól og erfitt að sjá hann. Hann nær mest 6° hæð í suð-suðaustri
fyrir birtingu í Reykjavík.
Úranus er í merki naðurvalda, svo sunnarlega í sólbrautinni, að
varla getur heitið að hann sjáist frá íslandi. Hann er í gagnstöðu við sól
11. júní og kemst hæst 3° yfir sjónbaug í Reykjavík. Birtustig hans er
+5,8.
Neptúnus er í bogmannsmerki, syðst í sólbrautinni. Hann er því
mjög lágt á lofti og afar erfitt að sjá hann frá Islandi. Birtustig hans er
um +8, svo að hann sést aldrei án sjónauka.
(65)