Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 170
1. október: Iðnskólinn í Reykjavík varð 80 ára.
18. október: Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, varð
50 ára.
25. október: Verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík
varð 70 ára.
29. október: Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar varð
80 ára.
4. nóvember: Iðnaðarmannafélag Suðurnesja varð 50
ára.
8. desember: Rauði krossinn á íslandi varð 60 ára.
30. desember: Ungmennafélag Svarfdæla varð 75 ára.
Útvegur
Á árinu var í fyrsta sinn tekin upp kvótaskipting í þorsk-
veiðum og veiðum annarra botnfiska. Hvert fiskiskip fékk
ákveðinn kvóta fyrir árið. Sjávarútvegsráðuneytið úthlut-
aði kvótunum í samræmi við reglugerð um stjórn
botnfiskveiða frá 8. febrúar. Gert var ráð fyrir, að heildar-
aflamark af þorski yrði 220.000 tonn miðað við óslægðan
fisk. Síðar var þetta aflamark hækkað um 10%. Þorskafli
varð þó enn nokkru meiri. — Loðnuveiðar urðu að nýju
mikilvægur þáttur íslenzks sjávarútvegs, og var löðnukvót-
inn margsinnis hækkaður.
Heildaraflinn var 1.518.791 tonn (árið áður 834.558).
Nýting aflans var með eftirfarandi hætti: Frysting 422.736
tonn (431.013), söltun 147.535 (182.668), herzla 21.173
(16.159), ísað 102.510 (50.687), mjölvinnsla 815.772
(146.088), niðursuða og reyking 1.921 (1.692), innan-
landsneyzla 7.144 (6.251).
Þorskafli var 281.131 tonn (293.751), ýsuafli 47.170
(63.779), ufsaafli 60.417 (55.902), karfaafli 108.291
(122.731), lönguafli 6.433 (9.371), keiluafli 3.427 (3.469),
steinbítsafli 10.168 (12.112), lúðu- og grálúðuafli 31.804
(29.667), skarkolaafli 11.326 (8.549), síldarafli 48.159
(58.867), loðnuafli 859.192 (133.434), humarafli 2.460
(2.672), rækjuafli 24.428 (12.954) og hörpudisksafli 15.483
(168)