Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Side 104
Haustveðrátta var góð um allt land. Sláttur hófst sums
staðar um 10. júní og almennt um 20. júní. í Norður-
ísafjarðarsýslu hófst sláttur um Jónsmessu, og hefur ekki
byrjað svo snemma í hálfa öld.
Talið er, að heyfengur hafi numið um 214 milljónum
fóðureininga (188 millj. árið áður), og er það 13,8% aukn-
ing. Votheysverkun óx aðeins hlutfallslega og varð 13,5% í
stað 13,0% árið áður. — Hraðþurrkað fóður var framleitt í
sex verksmiðjum, og var afrakstur þeirra 13.120 lestir af
graskögglum (11.386 árið áður). Auk þess voru framleiddar
590 lestir af kornkögglum, sem er ný afurð. Kornuppskera
er talin hafa verið um 550 lestir. Pangmjöl var framleitt á
Reykhólum, um 4.000 lestir. Paðan komu einnig um 250
lestir af þaramjöli.
Metuppskera varð á kartöflum, og er talið, að um
216.000 tunnur hafi komið úr jörðu (41.000 árið áður).
Fyrra met í kartöfluuppskeru var frá 1980, en þá er talið, að
176.000 tunnur hafi verið teknar upp. Ekki var þó um
metár að ræða í Þykkvabæ, en hins vegar fór uppskeran
fram úr öllu, sem áður hafði þekkzt í Eyjafirði, Hornafirði
og víðar. Gulrófnauppskera varð geysimikil, en ekki liggja
fyrir tölur um hana. Tómatauppskera varð 516 lestir (613
árið áður), gúrkuuppskera 390 lestir (476), hvítkálsupp-
skera 200 lestir (133), gulrótauppskera 65 lestir (85), blóm-
kálsuppskera 100 lestir (50) og paprikuuppskera 33 lestir
(40).
Gífurleg berjaspretta var á Austfjörðum og góð í Ping-
eyjarsýslum og Svarfaðardal. Á Vestfjörðum var sæmileg
spretta sums staðar, en lítið um ber á Suður- og Vestur-
landi.
Slátrað var 797.670 kindum í sláturhúsum (883.105 árið
áður). Af því voru 727.203 dilkar (793.527) og 70.467
fullorðið fé (89.568). Meðalfallþungi dilka var 14,65 kg,
sem er 0,73 kg meiri fallþungi en árið áður (13,92). Kinda-
kjötsframleiðslan var 12.240 lestir, sem er 739 lestum
minna en árið áður (12.979). — Mjólkurframleiðsla var
108.417.466 lítrar (106.445.793) og er það 1,85% aukning.
(102)