Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 186
íslenzka álfélagið hf 3.438,0 (3.287,4)
Samband íslenzkra samvinnu- félaga 3.379,7 (2.756,6)
Sölusamband ísl. fisk- framleiðenda 2.290,3 (2.202,8)
íslenzka járnblendifélagið hf. .. 1.017,6 (616,1)
Síldarútvegsnefnd 774,7 (457,9)
Iðnaðardeild SÍS 512,9 (343,7)
Sölustofnun lagmetis- iðnaðarins 434,4 (349,7)
P. Pétursson — Fiskafurðir hf. .. 417,1 (69,6)
Bernhard Petersen hf 412,1 (131,0)
íslenzka umboðssalan hf 404,3 (509,0)
Síldarverksmiðjur ríkisins 395,3 (13,0)
Álafoss hf 387,3 (256,8)
Hvalur hf 295,7 (259,6)
Andri hf 273,5 (82,6)
íslenzka útflutnings- miðstöðin hf 262,1 (237,0)
G. Albertsson 254,2 (68,6)
Verðbólgan á árinu varð um 23%. Hún komst lægst í um
15%, en var í árslokin um 33%. Meðalgengi íslenzku
krónunnar lækkaði um 21% á árinu. Það jafngildir því, að
meðalverð erlendra gjaldmiðla hafi hækkað um 26,5%.
Formleg gengislækkun var ein á árinu, 20. nóvember, og
var gengið þá fellt um 12%, en það svarar til 13,6%
hækkunar á verði erlendra gjaldmiðla. Vegna þess að
Bandaríkjadalur styrktist mjög á árinu hækkaði verð er-
lendra gjaldmiðla mjög mismunandi. Dalurinn hækkaði um
41,4%, en brezka sterlingspundið t.d. um 13,4%. Svo-
nefndri landavog við útreikning gengis íslenzku krónunnar
var breytt 1. september.
Seðlabankinn ákvað lækkun vaxta frá 21. janúar, og urðu
almennir sparifjárvextir þá 15%. Hinn 11. ágúst gengu í
gildi ný ákvæði um vexti, og var viðskiptabönkunum veitt
(184)