Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 120
vík var svarað með eftirfarandi hætti: 23% voru afgerandi
hlynntir veru Varnarliðsins í Keflavík, 31% frekar hlynntir,
16% voru henni frekar andvígir og 15% voru afgerandi
andvígir, en 15% sögðu, að vera Varnarliðsins í Keflavík
skipti ekki máli. Loks voru menn spurðir um það, hvort
þeir væru sammála þeim, sem vildu láta taka gjald fyrir
herstöðina í Keflavík. 49% aðspurðra sögðust vera sam-
mála þeim, sem vildu taka gjald, en 22% voru þeim alger-
lega ósammála. Hinir voru einhvers staðar á milli.
Flutningar til Varnarliðsins voru mjög til umræðu á
árinu, en bandarísk stjórnvöld sömdu um þá við skipafé-
lagið Rainbow Navigation. Var það gert vegna ákvæða í
bandarískum lögum um flutninga til bandarískra herja.
íslenzku skipafélögin höfðu haft þessa flutninga um árabil,
og mótmæltu þau breytingunum. Það kom fyrir ekki, og
ekki dugði heldur, þó að Geir Hallgrímsson utanríkisráð-
herra ræddi þessi mál margsinnis við bandaríska ráðamenn.
Fyrsta skip Rainbow Navigation lagði af stað til íslands 16.
maí.
í nóvember voru gerðar mælingar fyrir nýjum radar-
stöðvum Varnarliðsins við Bolungarvík og á Langanesi.
Hópur Vestfirðinga sendi frá sér bænarskrá gegn radarstöð-
inni vestra. — í desember tjáði bandaríski vígbúnaðarfræð-
ingurinn William Arkin íslenzkum stjórnvöldum, að hann
hefði undir höndum leyniskjal, sem gæfi til kynna, að
bandaríska stjórnin hefði heimilað að flytja 48 kjarnorku-
djúpsprengjur til íslands á stríðstímum. Bandaríkjamenn
vildu hvorki játa þessu né neita.
íbúar íslands
1. desember 1984 var íbúatala íslands 240.443 (1. des.
1983 238.453. Afþeimvoru karlmenn 120.936(119.859) og
konur 119.507 (118.316). Fjölgun íslendinga á árinu var
0,95% (1,16% árið áður), eða 2.268 manns.
Á árinu fæddust 4.113 lifandi börn (4.371). Af þeim voru
2.115 sveinbörn (2.210) og 1.998 meybörn (2.161). 17 börn
(118)