Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 162
gámaskipið, Laxfoss, var tekið á leigu í lok ágúst. í nóv-
ember var samið við þýzka skipasmíðastöð um lengingu á
Álafossi og Eyrarfossi. Á síðarnefnda skipinu var verkið
unnið í desember. Fyrir árslok var samið um sölu á írafossi.
— Verulegt tap varð á rekstri Hafskips á árinu, 95,7 millj.
kr., sem er 10,1% af rekstrartekjum. Heildarflutningar
félagsins á árinu voru 235.000 tonn og var um verulega
magnaukningu að ræða. Innflutningur var 113.000 tonn,
útflutningur 67.000 tonn og flutningur milli erlendra hafna
55.000 tonn. Hofsá, nýtt skip Hafskips, var tekið í notkun í
nóvember. — Flutningar hjá Nesskip voru á árinu um
505.000 tonn, en það var að langmestu leyti hráefni fyrir
stóriðju. Félagið átti í árslok fimm skip, Suðurland og
Vesturland, sem notuð voru til fiskflutninga, Akranes,
Sandnes og Selnes, sem voru í flutningum fyrir stór-
iðjufyrirtæki og í vikurflutningum. — Skipadeild SÍS seldi
Dísarfellið til Grikklands og fékk nýtt Dísarfell, 3.850
tonna gámaflutningaskip, sem keypt var frá Þýzkalandi. -
Mjög dró úr flutningum til landsins með ferjum, þar sem
aðeins ein bílferja var í förum þetta ár, færeyska ferjan
Norröna frá Smyril-line. Með ferjunni komu 5.639 farþegar
til landsins og 1.536 vélknúin ökutæki. Árið áður kom
9.821 farþegi og 2.055 ökutæki. — Akraborgin gamla var í
júlí seld til Panama. — Flutningar uxu um 8% hjá Skipaút-
gerð ríkisins á árinu og urðu 136.671 tonn. Fyrirtækið festi í
marz kaup á strandferðaskipinu Velu, sem verið hafði
leiguskip hjá Ríkisskip um nokkra hríð. Því var formlega
veitt móttaka 20. júlí og nefnt Hekla.
í lok marz bárust um það fregnir, að bandaríska skipafé-
lagið Rainbow Navigation ætlaði að hefja reglubundnar
siglingar til íslands og hygðist taka við flutningum fyrir
Varnarliðið.
Samgöngur á landi. 8.551 bifreið var flutt til landsins á
árinu (5.860 árið áður). Söluhæsta einstaka bifreiðin var
Fiat Uno, en af þeirri gerð voru fluttar inn 555 bifreiðar.
Þar á eftir komu Subaru 1800 með 498, Daihatsu Charade
377, Skoda 347, Lada 2107 341 og Ford Escort 312.
(160)