Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 65
REIKISTJÖRNURNAR 1986
A eftir hverjum mánuði í dagatalinu (á bls. 7, 11 o.s.frv.) eru töflur
sem eiga að gera mönnum auðveldara að þekkja björtustu reikistjörn-
urnar. Skýringar við töflur þessar er að finna á bls. 3. í töflunum er
hæð yfir sjóndeildarhring tilgreind í gráðum, sem reiknast frá 0 við
sjónbaug upp í 90 í hvirfilpunkti. Ef reglustiku er haldið lóðrétt í
útréttri hendi, svarar hver sentimetri nokkurn veginn til einnar gráðu.
|>v' er unnt að gera grófa hæðarmælingu með því að láta núllpunkt
kvarðans nema við láréttan sjóndeildarhring og lesa sfðan sentimetra-
tjöldann upp á við. Pótt fyrrnefndar töflur miðist við Reykjavík, má
Vfirleitt nota þær annars staðar á landinu án mikillar skekkju. Tölurnar
sem sýna hvenær reikistjörnurnar eru í hásuðri, verður þó að leiðrétta
um 4 mínútur fyrir hverja gráðu sem munar á lengd staðarins og lengd
Reykjavíkur (bæta við, ef staðurinn er vestar en Reykjavík, en draga
frá, ef hann er austar).
Til frekari glöggvunar fer hér á eftir mánaðarlegt yfirlit um stöðu
þessara björtustu reikistjarna eins og þær munu sjást frá íslandi á árinu
1986. Stjörnurnar eru (talið frá sól): Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter
'[8 Satúrnus. Á eftir þessu yfirliti er svo fjallað sérstaklega um hinar
daufari reikistjörnur, sem eru lengra frá sól: Úranus, Neptúnus og
Plútó.
Janúar
Júpíter er kvöldstjarna í byrjun árs, lágt á suðvesturhimni. Þegar
hður á mánuðinn nálgast hann sól, og í mánaðarlok er hann aðeins 2°
yfir sjóndeildarhring við myrkur í Reykjavík. Júpíter er í steingeitar-
merki. Mars og Satúrnus eru morgunstjörnur, sunnarlega í sólbraut og
því lágt á lofti, einkanlega Satúrnus. Mars er fjær sól og talsvert
daufari, en einkennist af rauða litnum. Mars er í vogarmerki, en
Satúrnus í sporðdrekamerki og gengur þaðan í merki naðurvalda.
Febrúar
Merkúríus verður (með naumindum) sýnilegur sem kvöldstjarna
seint í mánuðinum, lágt á lofti í sólarátt eftir að dimma tekur. Hann er
lengst í austur frá sólu hinn 28. febrúar. Mars og Satúrnus eru
morgunstjörnur, lágt á lofti á suðurhimni í birtingu. Mars reikar austur
a bóginn úr vogarmerki í sporðdrekamerki og þaðan í merki naður-
valda. Hann fer framhjá Satúrnusi 18. febrúar og er þá um 1° sunnar á
himni, lítið eitt daufari en Satúrnus og rauðleitari.
Mars
Fyrstu daga mánaðarins verður Merkúríus kvöldstjarna, lágt á lofti í
VSV við myrkur, en birta hans fer ört dvínandi, jafnframt því sem
hann nálgast sól. Venus verður einnig kvöldstjarna á vesturhimni.
Framan af mánuðinum verður hún nær sól en Merkúríus og ennþá
Isgra á lofti, en hún er á leið frá sól, og fer því hækkandi, í
mánaðarlok verður hún komin í 12° hæð við sólsetur í Reykjavík. Mars
(63)