Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 66
og Satúrnus eru morgunstjörnur og eru á suðurhimni í birtingu. Þeir
eru báðir lágt á lofti, einkanlega Mars sem kemst ekki hærra en 3—4°
yfir sjónbaug í Reykjavík. I byrjun mánaðar eru Mars og Satúrnus
báðir í naðurvaldamerki, en Mars, sem er austar, reikar yfir í
bogmannsmerki, sem er syðsta merkið í sólbraut.
Aprfl
Venus er kvöldstjarna og skín skært á vesturhimni eftir að dimma
tekur. Hún er þó fremur lágt á lofti og hækkar lítið þótt hún fjarlægist
sól. Satúrnus er morgunstjarna, lágt á lofti og kemst hæst 6° yfir
sjóndeildarhring í suðri í birtingu í Reykjavík. Hann er enn í merki
naðurvalda. Mars er einnig morgunstjarna, bjartari en Satúrnus, en
hann er í bogmannsmerki, svo lágt á himni að erfitt verður að sjá hann
(kemst hæst 2° yfir sjóndeildarhring fyrir birtingu í Reykjavík).
Maí
Venus er kvöldstjarna og skín skært í norðvestri eftir að dimma
tekur. Þótt hún sé að fjarlægjast sól, lækkar hún heldur á lofti, þegar á
mánuðinn líður. Satúrnus er morgunstjarna, sunnarlega í sólbraut og
því lágt á lofti. Hann kemst hæst 6° yfir sjónbaug í birtingu í Reykja-
vík.
Júní
Þótt erfitt sé að sjá reikistjörnur um hásumarið, er það ekki útilok-
að, sérstaklega ef sjónauki er notaður. Venus, sem er björtust allra
stjarna, verður í vest-norðvestri við sólarlag í Reykjavík. Hæð hennar
þar verður 12° í byrjun mánaðar, en aðeins 5° í mánaðarlok.
Júlí
Venus er kvöldstjarna, en lágt á lofti, aðeins 5° yfir sjónbaug í VNV
frá Reykjavík við sólsetur í byrjun mánaðar, og fer síðan lækkandi.
Undir mánaðarlok ætti að mega sjá Júpíter. Hann verður á lofti þær
stundir, sem dimmt er í Reykjavík, og þá á suðausturhimni.
Agúst
Júpíter verður á lofti allar myrkurstundir sólarhringsins og kemst
hæst um 20° yfir sjónbaug í suðri í Reykjavík. Hann er í vatnsbera-
merki. Merkúríus verður lengst í vestur frá sólu 11. ágúst og er þá í
norðvestri rétt fyrir birtingu, en afar lágt á lofti. Skilyrði til að sjá hann
verða heldur betri nokkrum dögum síðar, því að hann hækkar heldur á
lofti og birta hans fer vaxandi. Frá 15. —19. ágúst er hann 5° yfir
sjóndeildarhring í norðaustri við birtingu í Reykjavík.
Mars hefði átt að vera kvöldstjarna í ágúst, en hann er svo sunnar-
lega á himni að hann kemur ekki upp á íslandi. Þegar hann kemst
lengst til suðurs, hinn 2. ágúst, verður stjörnubreidd hans -28,6°.
Mars hefur ekki verið svo sunnarlega á himinhvelfingunni síðan 1907.
(64)