Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Side 134
Karate (shotokan). í byrjun marz var haldið fyrsta ís-
landsmót í karate. Þátttakendur voru yfir 200. Þórshamars-
menn urðu sigursælastir.
Knattspyrna. Akurnesingar urðu íslandsmeistarar í
knattspyrnu utanhúss i karlaflokki. Þeir sigruðu með yfir-
burðum og hlutu 38 stig (gefin eru 3 stig fyrir sigur). Valur
var í öðru sæti (28 stig) og Keflvíkingar í þriðja (27 stig).
Breiðablik og KA féllu í 2. deild. FH sigraði í 2. deild og
fluttist í 1. deild ásamt Víði í Garði, en það félag hefur
aldrei leikið í 1. deild. í 1. deild kvenna sigruðu Akurnes-
ingar, Breiðablik var í öðru sæti, en Víkingur féll í 2. deild,
- í knattspyrnu innanhúss sigraði Þróttur í karlaflokki og
Akurnesingar í kvennaflokki. — Akurnesingar sigruðu í
bikarkeppni karla þriðja árið í röð. Þeir sigruðu Fram í
úrslitaleik 2-1 eftir framlengingu. í bikarkeppni kvenna
sigraði Valur Akurnesinga í úrslitaleik 6-4 eftir framleng-
ingu og vítaspyrnukeppni. - f júní léku íslendingar og
Norðmenn landsleik í Reykjavík. Norðmenn sigruðu 1-0. í
þriggja landa keppni, sem fram fór í Færeyjum í byrjun
ágúst, sigruðu íslendingar Grænlendinga 1-0 (Steingrímur
Birgisson) og gerðu markalaust jafntefli við Færeyinga. í
september léku íslendingar við Saudi-Arabíu þar syðra og
sigruðu 2-1 (Gunnar Gíslason, Guðmundur Steinsson).
Þátttaka íslendinga í undankeppni heimsmeistarakeppn-
innar 1986 hófst með leik gegn Wales á Laugardalsvelli 12-
september, og unnu íslendingar 1-0 (Magnús Bergs). Síðan
var leikið gegn Skotum í Glasgow í október, og unnu
Skotar 3-0. Loks var leikið aftur gegn Walesbúum í nóv-
ember og nú í Cardiff. Walesbúar sigruðu 2-1 (Pétur Pét-
ursson). — Landslið íslands 21 árs og yngri lék einn leik á
árinu: Skotland-fsland í Evrópukeppni 1-0. — Unglinga-
landsliðið (16-18 ára) lék einn leik: England-ísland í Evr-
ópukeppni 5-3. — Drengjalandsliðið (14-16 ára) tók þátt í
Norðurlandamóti, sem haldið var á Akureyri, Húsavík og
Sauðárkróki í júlí. Leikir íslands voru þessir: Ísland-Sví-
þjóð 1-0, Ísland-Færeyjar 4-0, Ísland-Noregur 1-2, ísland-
Finnland 1-0, Ísland-Danmörk 1-0. Þá voru tveir leikir hjá
(132)