Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 63
Stjörnumyrkvar
I töflunni á næstu síðu eru upplýsingar um alla helstu stjörnumyrkva
sem sjást munu hér á landi á þessu ári. Tímarnir, sem gefnir eru upp á
tiunda hluta úr mínútu, eru reiknaðir fyrir Reykjavík. Annars staðar á
landinu getur munað nokkrum mínútum. Nöfn stjarnanna eru ýmist
^regin af latneskum heitum stjörnumerkja eða númeri í stjörnuskrá.
Þannig merkir v. Taur stjörnuna Kappa (grískur bókstafur) í stjörnu-
tjjerkinu Taurus (Nautið), en ZC vísar til stjörnuskrárinnar Zodiacal
Catalogue. Með birtu er átt við birtustig stjörnunnar. í aftasta dálki er
sýnt hvort stjarnan er að hverfa (H) eða birtast (B) og hvar á tungl-
rondinni það gerist. Tölurnar merkja gráður sem reiknast frá norður-
Punkti tunglskífunnar (næst pólstjörnunni) til austurs. 0° er nyrst á
skífunni, 90° austast, 180° syðst og 270° vestast.
SÓLIN OG DÝRAHRINGURINN
Sólbraut nefnist baugur sá, er sólin virðist fara eftir á árgöngu sinni
^eðal fastastjarnanna. Þeim fastastjörnum, sem næst eru sólbraut, var
1 ý°rnöld skipað í 12 stjörnumerki, sem kennd voru við hrút, naut,
tvíbura, krabba, ljón, mey, vog, sporðdreka, bogmann, steingeit,
ýatnsbera og fiska. Myndirnar í hægri og vinstri hlið umgerðarinnar á
torsíðu almanaksins eru táknmyndir þessara stjörnumerkja, sem í
heild bera nafnið dýrahringur. Auk sólarinnar ganga tungl og reiki-
ytjörnur (að Plútó undanskildum) ávallt nálægt sólbraut, og fylgja
Þessir himinhnettir því stjörnumerkjum dýrahringsins. Merki þessi
v°ru snemma talin mikilvæg í sambandi við stjörnuspár, og gætir þessa
enn a vorum dögum. I stjörnuspáfræðinni er látið svo heita, að sólin
gangi í hrútsmerki um vorjafndægur og að merkin séu öll jafn stór,
pannig að sólin sé um það bil mánuð að ganga gegnum hvert merki.
Hvorugt er rétt, ef miðað er við hin eiginlegu stjörnumerki. Á dögum
rorn-Grikkja, er mótuðu stjörnuspákerfi dýrahringsins, gekk sólin að
VISU í hrútsmerki um vorjafndægur, eða því sem næst. En hægfara
Pólvelta jarðar hefur valdið þeirri breytingu, að sólin er nú í fiska-
nterki um vorjafndægur og gengur ekki í hrútsmerki fyrr en mánuði
síðar.
Sé miðað við þær alþjóðlegu markalínur stjörnumerkja, sem notað-
ar eru í stjörnufræði, gengur sólin nú inn í stjörnumerkin nokkurn
Vegmn sem hér segir: í hrútsmerki 18. apríl, nautsmerki 14. maí,
tv'buramerki 21. júní, krabbamerki 20. júlí, ljónsmerki 10. ágúst,
uieyjarmerki 16. september, vogarmerki 31. október, sporðdreka-
nierki 23. nóvember, naðurvaldamerki 30. nóvember, bogmannsmerki
18. desember, steingeitarmerki 19. janúar, vatnsberamerki 16. febrúar
°g fiskamerki 12. mars. Vegna pólveltunnar gengur sólin örlítið seinna
1 stjörnumerkin með ári hverju (ekki fyrr, eins og misritaðist í síðasta
ulmanaki). Þannig breytast dagsetningarnar að jafnaði um einn dag á
nverjum 70 árum.
(61)