Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 95
TÖLVUFORRIT TIL DAGATALSREIKNINGA
Hérlendis sem annars staðar fer þeim nú fjölgandi, sem eiga heim-
ilistölvu af einhverju tagi. Með slíkum tölvum má hæglega reikna út
ýmislegt sem varðar dagatal, ef rétt er að farið. Tölvueigendum til
gagns og gamans verður hér sýnt forrit til að reikna út páska, uppstign-
ingardag, hvítasunnu, öskudag, sumardaginn fyrsta, fyrsta vetrardag,
fyrsta dag þorra (bóndadag), fyrsta dag góu (konudag), frídag versl-
unarmanna og fyrsta sunnudag í jólaföstu (aðventu). Jafnframt gerir
forritið kleift að finna vikudag fyrir tiitekna dagsetningu.
Forritið er sett fram á algengri mállýsku af forritunarmálinu BASIC.
Með smávægilegum breytingum ætti að mega nýta það í flestum
tölvum sem bjóða upp á eitthvert afbrigði af þessu forritunarmáli. Ef
tölvan hefur ekki íslenskt leturborð, verður að skipta um stafi í textum
á nokkrum stöðum.
Rétt er að taka fram, að forritið miðast við gregoríanskt tímatal
(nýja stíl), sem gilt hefur á íslandi síðan 1700. Hvað fyrsta vetrardag
varðar, er gengið út frá því, að hann sé laugardagur, en um eitt skeið
(a.m.k. frá 1600 og fram yfir 1800) var venja að telja veturinn hefjast á
föstudegi. Pá er rétt að vara við því að treysta forritinu um of, því að
villur geta lengi leynst í forritum, þótt þeirra hafi ekki orðið vart við
Ptófanir.
Fegar forritið er keyrt, spyr tölvan fyrst, hvaða dag sé um að ræða
(,,DAGUR=?“). Ef svarað er með tölustaf, lítur tölvan svo á, að það
sé mánaðardagur og spyr næst um mánuð og þvínæst ár. Hún finnur
síðan vikudaginn. Ef innslegnar tölur eru t.d. 1, 12 og 1918 (þ.e. 1.
des. 1918) svarar tölvan með „SUNNUDAGUR".
Ef svarað er með bókstöfum, þegar tölvan spyr „DAGUR=?“,
finnur hún dagsetningu þess merkisdags, sem bókstafirnir segja til um.
Aðeins skal slá inn þrjá fyrstu stafi í nafninu, sbr. setningar 150-240 í
forritinu. Síðan spyr tölvan einnig um ártalið. Ef innslegnir stafir eru
f-d. UPP og síðan 1986 svarar tölvan: „UPPSTIGNINGARDAGUR
8. MAÍ“.
(93)