Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 105
Smjörframleiðsla var 934 lestir (1.087) og smjörvi 436 lestir
(410), ostaframleiðsla 3.052 lestir (2.383). Slátrað var
22.593 nautgripum (22.847). Nautgripakjöt var 2.483 lestir
(2.493). Slátrað var 6.494 hrossum (9.015), og 590 hross
voru flutt út til afsláttar. Hrossakjötsframleiðsla var 686
lestir (970), svínakjötsframleiðsla 1.485 lestir (1.268),
hænsnakjötsframleiðsla 1.064 lestir (950) og eggjafram-
leiðsla 2.700 lestir (2500).
Loðdýrabú voru í árslok 141 (118 árið áður). Af þeim
voru 123 bú með refi eingöngu, 14 bú voru með refi og
minka og 4 bú með minka eingöngu. Framleidd voru 33.400
refaskinn (25.338) og 20.470 minkaskinn (24.300).
Laxveiði mun hafa verið um þriðjungi minni en árið
áður, og veiddust 41.089 laxar (58.223 árið áður). Meðal-
þungi veiddra laxa var 7,8 pund (6,8 árið áður). Mesta
laxveiðiá landsins var Laxá í Kjós ásamt Bugðu, sem í
veiddust 1.734 laxar, næst henni komu Elliðaár með 1.331
lax, þá Laxá í Aðaldal með 1.256 laxa, og í fjórða sæti var
Þverá í Borgarfirði með 1.082 laxa. Árið áður hafði Laxá í
Kjós einnig verið mesta laxveiðiáin (1.995). Stangveiði nam
57% af heildarlaxveiði ársins, netaveiði var 27%, og frá
hafbeitarstöðvum komu 16%. Af hafbeitarstöðvunum
komu flestir laxar í Kollafjarðarstöðina eða 2.100. Fram-
leiðsla á eldislaxi var 107 lestir. Töluvert var selt af laxa-
seiðum til Noregs.
Búnaðarþing var að venju haldið í Reykjavík í febrúar.
Það stóð í 14 daga, og voru afgreidd 57 mál. Aðalfundur
Stéttarsambands bænda var haldinn á ísafirði um mánaða-
mótin ágúst og september. Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands var haldinn á Kirkjubæjarklaustri í ágúst.
í maí var mikil deila um kartöflusölu. Finnskar kartöflur,
sem á markaði voru, þóttu lélegar. Hagkaup og fleiri
verzlanir hófu innflutning á kartöflum, og fengu leyfi til
þess eftir á. Með því var endir bundinn á einkaleyfi Græn-
metisverzlunar landbúnaðarins til kartöfluinnflutnings.
Efnt var til undirskriftasöfnunar til stuðnings „frjálsum“
innflutningi á þessari vörutegund, og söfnuðust meira en
(103)