Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 115
ick Wall til íslands í tilefni af 35 ára afmæli Nató. í sama
mánuði kom Sinnhoferkvartettinn frá Múnchen og hélt
tónleika í Reykjavík. Seint í apríl komu Spence Williams,
dómari frá Kaliforníu, og dr. Gustaf Petrén, dómari í
Regeringsrátten sænska, til íslands og héldu erindi á vegum
lagadeildar HÍ. Um líkt leyti kom dr. phil. Harald Jörgen-
sen og flutti fyrirlestur um Grím Thorkelin og Finn Magn-
ússon leyndarskjalaverði. Þá kom fil. dr. Örjan Lindberger
og flutti fyrirlestur um íslenzk áhrif í sænskum bók-
menntum. í lok apríl var haldin í Reykjavík fimmta nor-
ræna heilsufræðiráðstefnan. Um líkt leyti kom K. Neu-
meister, formaður Evrópusambands flugfélaga, til íslands.
Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs hélt fund í Stykk-
ishólmi í byrjun maí. Um líkt leyti kom HMS Dumbarton
Castle í vináttuheimsókn til Reykjavíkur. Þetta var fyrsta
heimsókn brezks strandgæzluskips til íslands eftir hin svo-
nefndu þorskastríð. Fjórir ítalskir einsöngvarar komu til
íslands í maí og sungu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar og Pólýfónkórsins. Þeir voru: Carlo de Bortoli, Denia
Mazzola, Claudia Clarich, Paolo Barbacini. í sama mánuði
kom úthlutunarnefnd norræna þýðingasjóðsins saman til
fundar í Reykjavík. William Arkin, bandarískur sérfræð-
mgur um vígbúnaðarmál, kom til íslands í maí og hélt
fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar HÍ. í sama mánuði
var norska ljóðskáldið Rolf Jacobsen gestur Norræna húss-
ms. Seint í maí kom Francois de Tricornot de Rose, fyrrver-
andi fastafulltrúi Frakka hjá Nató, og talaði um nýjar víddir
1 vörnum Evrópu.
í byrjun júní komu þrjú skip úr hollenzka flotanum til
íslands. Þetta voru freigáta, kafbátur og hafrannsóknaskip.
Um miðjan júní var haldin fjölmenn ráðstefna norrænna
bæklunarlækna í Reykjavík og norrænt hafnaþing á Akur-
eyri. Þá komu yfirtannlæknar á Norðurlöndum saman til
fundar í Reykjavík. Fjármálaráðherrar Norðurlanda komu
saman til fundar í Reykjavík í júní. Erlendu gestirnir voru:
Henning Christophersen frá Danmörku, Kjeld-Olof Feldt
frá Svíþjóð, Ahti Pekkala frá Finnlandi og Rolf Presthus
(113)