Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 189
fræðingar og skipstjórar á farskipum hófu verkfall 16. apríl.
Pað stóð aðeins í nokkrar klukkustundir. í maí stóð yfir
vinnudeila milli flugmanna og viðsemjenda þeirra. 16. maí
voru samþykkt á alþingi lög, sem bönnuðu flugmönnum að
gera verkfall. Daginn eftir brá svo við, að allt flug féll niður
vegna veikinda flugmanna. 26. maí tókust samningar milli
flugmanna og flugfélaganna. Hafnarverkamenn í Dagsbrún
fengu 13% launahækkun í byrjun júlí, og var hún afturvirk
til 21. febrúar. Á móti kom viss breyting á vinnutilhögun.
Starfsmenn við virkjanir sömdu við vinnuveitendur í júlí
eftir langt þóf. Samið var um 2,2% hækkun.
í júlí hófst umræða í verkalýðshreyfingunni um það,
hvort segja ætti upp samningum 1. september, eins og
heimild var til. Innan Alþýðusambandsins var ákveðið, að
félögin skyldu ekki hafa samflot í næstu samningum og réðu
þau því sjálf, hvernig þau stæðu að uppsögnum. Flest
félögin ákváðu að segja upp, þannig að samningar yrðu
lausir 1. september. BSRB ákvað að segja upp samningum
og að fara fram á 30% kauphækkun.
Verkfall bókagerðarmanna hófst 10. september, og stóð
það til 22. október. Dagblöðin komu ekki út á þessu
tímabili. í samningum Félags bókagerðarmanna og Félags
íslenzka prentiðnaðarins var ákveðin um 20% kauphækk-
un. Skyldu 10% koma strax við undirritun, en síðan kæmu
3% hækkanir 1. desember, 1. júní 1985 og 1. september
1985. Samningarnir voru til ársloka 1985. Verkfall hófst í
sláturhúsum á Suðurlandi 17. september og stóð í 10 daga,
en því lauk með þeim hætti, að landbúnaðarráðherra gaf út
bráðabirgðalög, sem bönnuðu verkfallið.
Eftir að báðir aðilar í launadeilu BSRB og ríkisins höfðu
neitað að sætta sig við málamiðlunartillögu sáttasemjara,
boðaði BSRB verkfall frá 4. október. Starfsmenn ríkis og
bæja fá laun sín greidd fyrirfram og áttu þeir von á því, að
svo yrði enn gert, þrátt fyrir verkfallsboðun. Fjármálaráð-
herra og borgarstjórinn í Reykjavík létu hins vegar aðeins
greiða laun fyrir þrjá fyrstu daga mánaðarins. Þessu
reiddust starfsmennirnir og lögðu sumir niður venjuleg
(187)