Lífið - 01.01.1936, Blaðsíða 84
80
LÍFIÐ
€ftir í sárum og skelfingu. Svo kom hungursneyð, drepsótt
og stjórnarbylting. Veröldin var í verra reiðileysi en nokkru
sinni áður. Hann hafði dreymt óumræðilega fagra drauma,
en sjálft lífið var enn kvalafyllra en áður.
En hann hélt áfram að dreyma. Hann gat ekki annað en
dvalið í draumi. Stundum hafði hann innan um aðra drauma
dreymt um gyðju, sem venjulega er AST kölluð. — Hann
dreymdi um stúlku með eldheitri sál, sem var í insta eðli
sinu eins björt eins og morgunroðinn, og eins hrein, skær og
fögur og himinhvelfingin bláa, þar sem fjöldi voldugra sólna
horfa til vor, eins og blikandi neistar, og eru því stjörnur
nefndar — gyðja lista, unaðar og ástríðu. Loks bast hann
trygðum þeirri, sem hann hugði, í loga ástarbálsins, að væri
þessi mikla hugsjónamynd. Hún hét honum eilífri trygð. En
hún var ekki gyðja. Samt varð öll þrá hans, von og ást
fjötruð við hana. Það var tryltur leikur um lífið eða dauð-
ann. En jafnvel þá vissi hann ekki til fulls, hve ógurlegur
veruleiki sorgarinnar er fyrir hina stærstu sál.
Dag nokkurn stökk hún á brott og kom ekki aftur.
Að svo búnu steypti hann sér í botnleysið eilífa —•
dauðann. J. B.
Tímax-itið Lífið kemur út í 4 heftum ái'lega. Hvert hefti
minst 5 arkir. Áskriftarverð 5 kr. árgangurinn. í lausasölu
kostar hvert hefti 2 krónur.
Prentað í ísafoldax-prentsmiðju h.f.