Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 42
40
Jólagjöfin
Jafnskjótt sem lýsa tók af degi, voru allir á IngimarsstötSum
á ferli, og karlmennirnir stó'Su úti í garSinum, tilbúnir a'ö ganga
til skógar. En áður en þeir lögðu af staS, kom gamla hús-
freyjan og kalla'ði á þá inn í stórstofuna. Hún bauð þeim sæti
á langbekkjunum í stofunni, en sjálf settist hún við jólaboröið
meö bibliuna fyrir framan sig og fór að lesa. Og þegar hún
var aö leita af veikum mætti aö einhverju, sem ætti viö á
þessari stundu, rakst hún á söguna um mannínn, sem feröaöist
frá Jerúsalem til Jeríkóborgar og féll í ræningja hendur.
Hún las seint — og dró seiminn — söguna um aumiitgjann,
sem miskunnsami Samverjinn hjálpaði. Synir og tengdasynir,
dætur og tengdadætur sátu umhverfis hana á bekkjunum. Öll
líktust þau henni og hvert öðru: mikil vexti og klunnaleg, meö
Ijót og ellileg andlit; því að þau voru öll í ætt við gamla Ingi-
marakyniö. Öll voru þau irauð á hár, freknótt og með ljósblá
augu og hvít augnahár. Hegðun þeirra gat annars verið me'ð
ýmsum og ólíkum hætti, en þau höfðu öll saman hörkudrætti
um munninn, sljó augu, og voru svo þunglamaleg í hreyfing-
um, eins og alt yrði þeim erfitt. En þó mátti sjá á hverju
þeirra, aö þau voru af ágætasta kyni þorpsins, að þau vissu
með sjálfum sér, að þau voru fyrir ö'ðrum.
Allir Ingimarssynirnir og Ingimarsdæturnar andvörpuðu
þungan, meðan á lestrinum stóð. Sú spurning vaknaði hjá þeim,
hvort einhver Samverji heföi fundið húsbóndann og tekið hann
að sér. Því að öllum Ingimarssonunum fanst, eins og þeir hefðu
mist eitthvað úr eigin sálu, þegar einhver ættinginn varð fyrir
slysi.
Gamla konan hélt áfram lestrinum og var komin að spurn-
ingunni: Hver var nú náungi þ e s s, sem féll í ræningja hend-
ur? En áður en hún gat lesið svarið, var hurðinni upp lokið, og
Ingimar gamli gekk inn í stofuna.
„Móðir mín, hér er hann faðir okkar,“ sagði ein dætranna,
og hitt varð aldrei upp lesið, að náungi mannsins v,ar sá, sem
gerði miskunnarverkið á honum.