Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 58
56
Jóiagjöf'm.
Unga nianninum brá eitt augnablik, en áöur en hann hafði
áttaö sig, var ökusveinninn kominn í sæti sitt og sló i hest-
ana. Ungi maöurinn hallaöi sér aftur i sætinu og hreyföi
höfuöiö’eins og hann vildi segja: Orki aö auönu; og vagn-
inn ók burt. Blindi maöurinn veifaöi ákaft meö hendinni á
eftir honum í kveöjuskyni. Nú heyrði hann rödd Carlos, er
í þessu kom út úr húsinu: Komdu, Geronimo, það er heitt
hér upp, María hefir lagt eld i ofninn!
Geronimo hneigöi sig, svo brá hann gítarnum undir hand-
legginn, fálmaði eftir handriðinu og staulaðist upp riöiö.
Strax á leiöinni upp riðið hrópaði hann: Lofaðu mér að
]>reifa um hann. ó. hvað það er langt síðan, aö eg hefi þreifað
um gullpening.
— Hvaö er þetta? spuröi Carlo. Hvaö ertu að segja?
Geronimo var nú kominn til hans og fálmaði eftir andliti
hans; það var vani hans, er hann vildi láta i ljós gleði eða
viðkvæmni. Carlo, góöi bróöir minn, þrátt fyrir alt eru til
göfugmenni.
— Já, vissulega, sagði Carlo. í dag höfum viö fengið tvær
Hrur og þrjátíu sentim og hér eru einnig austurrískir pen-
ingar, ef til vill hálf lira.
— Og tuttugu frankar, tuttugu frankar, æpti Geronimo.
Eg veit þaö. Hann reikaöi inn í stofuna og hlammaði sér á
bekkinn.
— Hvaö veistu? spurði Carlo.
— Hættu nú þessu gamni! Fáöu mér hann í höndina. Ó,
hvaö þaö er langt siðan, aö eg hefi haft gullpening á milli
handanna.
— Hví læturöu svona? Hvaðan ætti eg aö hafa fengið gull-
pening? Það eru tvær eða þrjár lirur.
Blindi maðurinn barði í borðið.
— Nei, nú er nóg komið! Viltu leyna einhverju fyrir mér?
Carlo horfði á bróöur sinn hryggur og hissa. Hann settist
viö hlið hans og tók um handlegg hans, eins og til að sefa
hann. — Eg leyni þig engu. Hvernig geturöu ímyndaö þér það ?
Það hefir engum dottið í hug aö gefa mér gullpening.
— En hann sagði þaö þó viö mig!
— Hver?
—- Nú, ungi maðurinn, sem var á gangi.
” Hvað, eg skil þig ekki!
Framlu i bls. 60