Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 82
8o Íólagjöfin.
mein. Hvert böl, sem mætir þér á lífsleiöinni, veröur þér hiö
sama sem báran er sundfuglinum, er hún lyftir honum og
léttir honum suncliö, án þess aö væta eina einustu fjööur 4
honum.
Eg kem hvarvetna til móts við þig. Eg er í árblikinu, þeg-
ar morgunsólin rís af bárum úthafsins. Eg er í hitamagni
hádegissólarinnar, þegar sólskiniö flæöir yfir láö og lög.
Eg er i aftanroðanum, þegar rööullinn gengur til hvíldar
eftir dagslanga guösþjónustu og tekur á sig náöir bak við
bárur hafsins. Eg er í festu fjalla og gróöurmagni moldar;
í afli hafs og straumnið linda, lækja og fljóta; í kyrö lofts-
ins og í þyt andvarans og stormsins; í hitamagni eldsins, í
glóö hins hægfara elds og í leiftrandi og dansandi logatung-
um bálsins. Eg er í vaxtarmagni jurta, dýra og manna, í þroska
])eirra og hnignun. Eg er í brosi barnsins, atorku og áhuga
unglingsins, vonum elskendanna, umhyggju móðurinnar, fyrir-
.hyggju föðursins og í endurminningum hinna aldurhnignu. Og
eg bíö æfinlega eftir hverjum manni, sem vinnur aö heill og
hagsæld annara, — bíö eftir honum viö endalok þess starfs,
sem hann hefir meö höndum og miðar að því aö greiða götu
himinborinna hugsjóna hér á jörðu, — hugsjóna, er veröa
til aö göfga bæöi alda og óborna.
Og ef þú vilt vita nafn mitt, þá lieiti eg G 1 e ð i.“
Þegar er dísin hafði þetta mælt, var hún horfin. Framar
stóö nú einn eftir. En heimurinn haföi gerbreytt útliti sínu.
Og Framar varö hvarvetna var viö návist fylgdardísar sinnar,
upp frá þessari stundu, þótt hann sæi hana ekki fremur en
blæinn, sein leikur um vanga okkar aö vordegi. Upp frá þessu
virtust honum allir vegir færir. Hann fékk dug og djörfung,
afl og áræöi frá hinni mestu heilladís, er eykur guöum og
mönnum áræði.
Viö lifum á ofanveröri ísöld óvildar og tortrygni meöal
þjóðanna. Enn þá getur aö líta „hafþök af hatursins jöklum“
milli þeirra. Þó eru þeir menn til, er segjast hafa séö vakir
í hafþökum þessum. — Vakirnar eru, segja þeir, hin ýmsu
alþjóðabræðrafélög. Og meöal þeirra má eflaust telja Guö-
spekifélagið í fremstu röö.
Margir niðjar Framar nú á dögum, bera þá von í brjósti, að
vakir þessar muni stækka eftir því, sem tímar líöa. Þær eiga