Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 32
30
Jótagjöfin.
átt. Og sú von þeirra brást ekki. Langt — langt í suöri sáust
einhverjar verur koma. Þær fóru óöfluga og nálguöust hæö-
ina með lcifturhraöa. Þegar verurnar komu nær, sást, aö þær
voru fjórar og fór ein þeirra fyrir, og var hjúpuö mjall-
hvítum kyrtli og meö gullhlaö um enniö.
Þegar þær komu aö hæöinni, námu þær staöar andartak
fyrir ofan ljósálfaskarann og liöu síöan niöur á sætin.
Þetta var ljósálfadrotningin og fylgidisir hennar: Trú, von
og kærleikur.
Þegar drotningin var sest, ómaði þúsundraddaður gleði-
söngur frá vörum ljósálfanna og barst með miklum klið út
yfir landiö, út í víðfeömi vorsins.
J^egar söngurinn þagnaði, rétti ljósálfadrotningin frr.m ltægri
höndina, eins og hún væri að lýsa velþóknun sinni yfir þegn-
um sínum.
Síðan tók hún til máls i þýðum og hreimskærum rómi:
„Börnin min!
Hundrað ár eru síðan eg kont seinast til að líta yfir störí
ykkar og áminna vkkur um starfsemi og góömensku. Jlg sé
að þiö hafið tekið nokkrum framförum á þessum hundrað
árum, bæði andlega og likamlega. En mikið er eftir enn þá,
og skal eg nú benda ykkur á það með fáum orðum, og bið
ykkur að leggja þau orð mín ykkur á hjarta.
Landið ykkar er lirjóstrugt og er alt af að blása upp. Fyrir
þúsund árurn var stór hluti þess þakinn skógi, sem nú er að
mestu horfinn, þar sem áður var laufþéttur skógur og gróður-
þaktar hliöar og móar, eru nú blásnir melar og sandauðnir.
Öll þessi sár þurfið þið og eigið þiö aö græða. Það er skylda
ykkar. Túnin í kring um bæina ykkar eru illa ræktuð og óslétt
að mestu og engjarnar eins. Alt þetta þurfið þið að rækta
og það í stórum stíl. Bæði vegna ykkar sjálfra og afkom-
enda ykkar. Það er betri arfur niöjunum að taka við
velræktuðum bletti, en að fá gull eða gripi í arf. Jöröin er
allra móðir og eftir því, sem þið sýnið henni meiri rækt, því