Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 52
Só
Jólagjöfin
— Sæktu mér vía, sagöi Geronimo, og Carlo hlýddi tafar-
laust, eins og vani hans var. Á rneöan hann var á leiöinni
upp riöiö, byrjaöi Geronimo aftur aö syngja.. Hann v.ar löngu
hættur aö hlusta á sjálfan sig, og þess vegna gat hann auð-
veldlega orðiö áskynja um það, sem fram fór umhverfis hann.
Nú. heyrði hann rétt hjá sér tvær hvíslandi raddir, ungs manns
og ungrar stúlku. Hann varö hissa og hugsaði: Hversu oft
skyldu þau hafa farið hér um fram og aftur. Sökum blindu
sinnar og ölæðis virtist honum sama fólki.ð dag eftir dag
koma gangandi yfir skarðið, ýmist úr norðri í suður eða úr
suðri í norður, — og þannig þekti hann einnig þessa ungu
elskendur frá fyrri tímum.
Carlo kom nú aftur og rétti Geronimo vínglas. Blindi mað-
urinn hóf þaö upp fyrir ungu elskendunum og sagði: Fyrir
hamingju ykkar, göfugu vinir. — Eg þakka, sagði ungi
maðurinn, en unga stúlkan dró hann burt með sér, — henni
geðjaöist ekki að blinda manninum.
f þessu ók vagn að með frennir háværan hóp, — föður,
móður, þrjú börn og barnfóstru.
■ — Þýsk fjölskylda, sagði Geronimo í hálfum hljóðum við
bróður sinn. > ' f^
Faðirinn gaf öllum börnunum smápeninga. Svo komu þau
hvert af öðru og vörpuðu þeim í hatt betlarans. Geronimo
þakkaði hverju fyrir sig með hneiging. Elsti drengurinn starði
forvitinn og kvíðafullur í andlit blinda mannsins. Carlo virti
drenginn fyrir sér. Nú, eins og æfinlega er hann sá börn á
þessu reki, varð honum ósjálfrátt að minnast, að á þessum
aldri hafði Geronimo einmitt verið, er slysið bar að — slysið,
er varð orsök til þess, að hann misti ljós augna sinna. Hon-
um var enn i dag sá dagur í fersku minni, þó að tuttugu ár væri
um garð gengin. Enn í dag hljómaði í eyrum hans hið níst-
andi barnsóp í sömu andrá og Geronimo litli hneig niður í
grasið; enn í dag sá hann sólina leiftra og sólargeislana stíga
hringdans á hvítri rimlagirðingunni, er lá umhverfis garð-
inn og ennþá kvað við í eyrum hans hljómur kirkjuklukkn-
anna, er einmitt á því augnabliki hafði dáið út. Hann hafði
þá, eins og oft áöur, skotið úr barnabyssu í askinn við gerðiö,
og þegar hann heyrði hljóðið, hafði honum strax flogið í
hug, að hann hefði snert litla bróður sinn, er einmitt í þeim
svifum hljóp fram hjá. Byssan féll úr hendi hans, og hann
stökk út um gluggann niður í garðinn og þaut til litla bróður
síns, er lá í grasinu með hendurnar fyrir andlitinu og kvein-
aði. Niður hægri vangann og niður á hálsinn flaut blóöið.
í sömu andrá kom faðir þeirra inn um garðshliðið, heim af