Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 45
lólagjöfin
43
legur atburöur. Sonurinn haföi skýrt hreinskilnislega frá, hvern-
ig alt haföi atvikast, en prófasturinn vildi gjarna vita, hvernig
þau sjálf tækju þessu. Þaö voru einkennilegar manneskjur.
fólkið þarna á Ingimarsstöðum.
Þegar prófasturinn lokaöi bókinni, sagöi sonurinn:
„Viö vildum lika gjarna segja prófastinum, að við viljum
ekki láta lesa upp æviferil fööur míns.“
Prófasturinn ýtti gleraugunum upp á ennið og leit skörp-
um spurnaraugum yfir til gömlu konunnar. Hún sat grafkyr
sem fyr; handfjallaði einungis lítiö eitt vasaklútinn, sem hún
haföi í hendinni.
„Viö viljum láta jarða hann á virkum degi,“ sagöi sonurinn
aftur.
„Einmitt þaö!“ sagöi prófasturinn. Hann vissi ekki, hvaöan
á sig stóð veðrið. Nú átti þá aö jaröa hann Ingimar gamla
Ingimarsson í kyrþei. Sóknarfólkið skyldi ekki fá að standa
uppi á görðum og girðingum og horfa á alla viðhöfnina, þegar
hann yröi borinn til grafar.
„Þaö veröur ekkert erfi drukkið. Viö höfum látiö nágrann-
ana vita það, svo aö þeir þurfi ekki aö hugsa um líkfylgdina."
„Einmitt þaö, einmitt það!“ sagöi prófasturinn aftur. Hann
vissi vel, hver raun þess háttar fólki var í að afsala sér erfinu.
Hann haföi séð, hvílik huggun ekkjum og fööurleysingjum var
í því aö halda ágætt erfi.
„Líkfylgd veröur engin, einungis ég og bræður mínir.“
Prófasturinn leit til konunnar, eins og hann skyti málinu
til hennar. Var það hugsanlegt, að hún væri þessu samþykk?
Hann spuröi sjálfan sig, hvort það væri í raun og veru vilji
hennar, sem sonurinn bar fram. Hún var þó þarna viöstödd, og
lét rýja sig öllu því, sem henni hlaut aö vera dýrmætara en
silfur og gull.
„Viö viljum engar hringingar og engar silfurplötur á kist-
una. Móöir mín og ég viljum haga þessu svona, en viö segjum
prófastinum þaö, til þess aö fá að vita, hvort prófastinum sýn-
ist, að fööur mínum sé óréttur ger.
Nú tók konan einnig til máls: „Viö vildum gjarna vita, hvorí
prófastinum sýnist fööur okkar óréttur ger.“