Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 51
Blindi maðurinn og bróðir hans
Saga eftir Arthur Schnitsler. — Stefán frá Hvitadal þýddi. ||
Geronimo blindi stóö upp af bekknum og tók sítarinn í
hönd sér, er lá albúinn á borSinu fyrir framan hann hjá
vinglasinu. Hann haföi heyrt ökuhljóð fyrsta vagnsins í mik-
illi fjarlægð. Svo fálmaði hann sig kunnuglega fram til
dyranna og gekk niður mjóa riðið, er lá niður í þakportið.
Bróðir hans fylgdi honum. Þeir staðnæmdust báðir öðrum-
megin við riðið og sneru bökum að veggnum, til að skýla
sér gegn hráslaga-næðingi, er lék um opið portið.
Gegnum þennan hálfdimma port-geim í gamla veitingáhús-
inu urðu allir vagnar að aka, er áttu leið um Stilfser-skarðið.
Þetta var síðasta áfangastöð ferðamanna undir fjallinu, ú
leið frá ítaliu til Tyrols. Til langdvalar var staðurinn ekki
vistlegur, því einmitt hér liggur vegurinn fremur lágt milli
naktra hæða og útsýni ekkert. Blindi maðurinn og Carlo bróðir
hans máttu heita heimilisfastir hér sumarmánuðina.
Póstvagninn ók að, og rétt á eftir honum komu fleiri vagn-
ar. Ferðamennirnir sátu flestir kyrrir í vögnunum, dúðaðir
í ferðasjölum og regnkápum; nokkrir stigu þó niður og gengu
óþreyjufullir fram og aftur um portið. Veður fór síversnandi,
kalt regn hraut úr lofti. Heiðríkja hafði verið um langt skeið,
en nú virtist haustið í aðsigi. Það kom of snemma og óvænt.
Blindi maðurinn söng og lék sjálfur undir á gítarinn. Rödd-
in var óþjál og oft skyndilegt hvell og fölsk, eins og jafnan,
er hann hafði neytt víns Hann leit öðru hvoru upp fyrir
sig; andlitið minti á vonlausa bæn. En þetta andlit með svörtu
skeggbroddana og bláu varirnar var alveg svipbrigðalaust.
Naerri hreyfingarlaus stóð eldri bróðirinn við hlið hans. Þeg-
ar einhver lét mynt falla í hattinn hans, þakkaði hann meö
hneiging og horfði snöggvast hálf-flóttalega í augu gefandans:
svo leit hann strax aftur hálí-kvíðafullur undan, og starði úi
í bláinn eins og bróðir hans. Það var eins og augu hans
skömmuðust sín fyrir ljósið, er honum var veitt, — ljósið, sem
hann gat ekki látið bróður sinn njóta neinnar glætu af.