Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 68
66
Júlagjöfin.
Carlo gekk hratt yfir gólfiS til bróSur síns og tók í hand-
legg hans: Komdu! sagSi hann.
— HvaS vilt þú? æpti Geronimo.
— Komdu aS hátta, sagSi Garlo.
— Láttu mig vera! Láttu mig vera! Eg vinn fyrir pening-
unum, og eg get gert viS peninga mína eins og mér sýnist, —
hvaS, — öllu geturSu þó ekki fengiS aS stinga á þig! ÞiS
haldiS ef til vill, aS hann fái mér þaS alt saman! Ó-nei! Eg
er nú bara blindur maSur! En til eru þeir menn, sem segja
viS mig: Eg hefi gefiö bróöur þínum tuttugu franka.
Verkamennirnir hlógu hátt.
— Nú er nóg komiS, sagSi Carlo. Komdu, og hann þreif
til bróöur síns og hálf-dró hann meS sér upp stigann og inn
í fátæklega kvistherbergiS, þar sem þeir höföust viö. Geroni-
mo æpti stöSugt: Já, nú er þaS orSiö lýöum ljóst; já, nú veit
eg þaö! Ó, bíddu bara. Hvar er hún núna ? Hvar er María ?
Eöa legguröu ef til vill í sparisjóö handa henni? — hvaö ?
Eg syng fyrir þig, eg leik á gítar, þú.lifir á mér, — og þú ert
þjófur! Hann hneig niSur á hálmdýnuna.
Framan úr ganginum lagSi daufa glætu inn í herbergiö.
Dyrnar á herberginu hinum megin viS ganginn stóSu opnar;
María var þar inni, aS búa um rúmin til næturinnar; þaS var
eina gestaherbergiS í veitingahúsinu. Carlo stóS yfir bróSur
sínum virti hann fyrir sér, — þetta hvapkenda andlit, bláar
varirnar og vott háriS, sem toldi viö enniö. Hann virtist miklu
eldri en hann var, — og smátt og smátt fór Carlo aö skilja,
hvernig öllu var fariö.
ÞaS var ekki fyrst í dag, sem grunur blinda mannsins var
vakinn, — langa-lengi hlaut hann aö hafa veriS innibyrgSur,
en aS eins tækifæriS, og ef til vill einnig kjark, haföi vantaS.
til þess aS hefja máls á þessu. Og alt, sem Carlo hafSi gert
fyrir hann, hafSi þá veriS árangurslaust, — söknuöurinn árang-
urslaus, alt líf hans, sem hann haföi fórnaS bróöur sínum,
árangurslaust. HvaS átti hann nú aö gera? Átti hann framvegis
dag eftir dag áfram, — hver vissi hve lengi, aö leiöa hann
gegnum þessa þrotlausu nótt, annast hann, betla fyrir hann
og fá engin önnur laun fyrir þaö, en vantraust og formæl-
ingar. Ef þaS var skoöun bróöur hans, aS hann væri þjófur, þá
gæti alveg eins vel, — og jiafnvel betur, — einhver óþektur
aöstoSaö hann. Vissulega, láta hann einráöan, skiljast viS
hann æfilangt, þaS var þaS hyggilegasta. Þá myndi Geronimo
ef til vill komast aö raun um rangsleitni sína, — þá fyrst myndi
hann reyna, hvaS í því felst, aS vera svikinn, rúinn, einmani
og volaSur. Og hann sjálfur, hvaö ætti hann aS taka fyrir?