Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 101
kunningja sína og vitað, hvort þeir ver'Öa eins ratvísir og prófsveinar. —
DeplaröSin i 2. mynd sýnir slóÖina eftir þá, er komust alla leið.
Gestaþrautin.
Þegar prófsveinar voru komnir út úr völundarhúsinu, leiddi kenn-
arinn þá inn i anddvri aðalhússins. Þar fékk hann þeim eins konar
gestaþraut. Kvað hann engum
tjá að dveija þar daglangt, er
ekki hefði unnið þraut þessa
á stundarfjórðungi einum,
enda taldi hann hverjum með-
algreindum manni það létt
verk og löðurmannlegt
Gestaþraut þessi var, eins og
3. mynd sýnir, fjöl með sex
götum. Varsnæri brugðiðgegn
um öll götin. Lykkja þar á
öðrum enda snærisins, en eir-
hringur í öðrum. Áttu próf-
sveinar nú að reyna að losa
snærið úr fjöl þessari, án þess
að slíta það eða skera.
Þess voru naumast dæmi, að
prófsveinar gætu ekki leyst
þessa þraut á svipstundu. En
ef svo óliklega skyldi íara, að
einhver lesandi Jólagjafarinn-
ar áttaði sig ekki á þvi, undir
eins, hvernig hann á að losa,
getur hann fengið eftirfarandi
, bendingu:
Dragðu lykkjuna svo langt út, að hringurinn nemi við fjölina. Síðau
-skaltu stinga íykkjunni niður um gatið (2) og upp um gatið (1).
Því næst getur þú smevgt lykkjunni yfir hringinn. Dragðu svo lykkj-
Úna aftur sömu leið og er snærið þá laust. En hver sá maður, er þarf
þessa tilsögn, hefði ekki þurft að ætla sér að ganga í Svartaskóla.
Brúin.
Þegar prófsveinar allir höfðu levst gestaþrautina, lauk kennarinu
upp hurð einni, er var í innri enda anddyrisins. Bauð hann þeim 'að
ganga inn. En þegar komið var- inn úr anddyrinu, varð fyrir þeim stigi.
Lá hann niður i jarðhús eitt mikið. Prófsveinar voru aldrei látnir fára
nema þrir í senn, hvorki fleiri né færri. Enginn gluggi var á jarðhúsi
þessu. Þó var þar bjart, sökum þess að lýsigull mikið hékk niður úr
loftinu.
Þegar prófsveinar komu nú niður i jarðhúsið, sáu
])eir að gjá ein mikil og geysidjúp var í gólfinu. Hún
var svo breið, að eugum manni var fært að stökkva
yfir hana. En sökum þess, að hún náði ekki eftir endi-
löngu gólfinu, mátti ganga umhverfis hana. Þrjú kletta-
nef sköguðu út í gjána og mótuðu réttan þríhyrning.
Bjálki lá á hverju klettanefi. Kennarinn skipaði- próf-
sveínum að fara fram á öl} nefin, þannig að einn ‘maður
stæði á hverri snös, cr hann gæfi næstu skipun. Þeir gerðu þetta. En
7*