Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 39
Jólagjöfui
3 7
skógarfuglana. Á unga aldri hafði hann höggvið þar skóg.
Hann hafSi séð skóginn feldan og séð hann vaxa upp aftur.
Loks virtist honum hann vera farinn að átta sig á, hvar hann
væri, og hann hélt, að ef hann að eins gengi þessa leið eða
hina, þá myndi hann komast á rétta götu. En hvernig sem hanri
gekk, komst hann æ lengra inn i skóginn.
Einu sinni fann hann sléttan, þéttan jarðveg undir fótum
sér, og þá skildist honum, að hann væri kominn á veg. Honun’
reyndi hann nú að fylgja; því að vegur hlaut þó að liggja til
einhvers staðar. En svo lauk veginum á opnu svæði í miðjun;
skóginum, og þar náði bylurinn aftur tökunum; nú var ekki
urn veg eða stíg að tefla, heldur að eins fannir og lausasnjó.
Þá misti gamli maðurinn kjarkinn og honurn fanst hann vera
eins og fátækur aumingi, sem neyðist til að deyja úti í auðn
og öræfum.
Hann fór nú að þreytast á að dragast áfram gegnum snjóinn,
og þrásinnis settist hann niður á stein til að hvíla sig. En jafn-
skjótt sem hann var sestur, sótti svefninn á hann, og hann vissi
vel, að hann myndi helfrjósa, ef hann sofnaði. Þess vegna fór
hann aftur að staulast áfram; það var eina ráðið, sem gat
bjargað honum.
En á göngunni kom aftur alt í einu yfir hann óviðráðanleg
löngun til að setjast niður. Honum fanst, að fengi hann að eins
að hvíla sig, þá mætti honum standa á sama, þótt það yrði
honum að fjörtjóni.
Það var svo gott að hvíla sig, að hugsunin um dauðann olli
honum einkis kvíða. Það var eins og það gleddi hann, að hugsa
um, að allur æfiferill hans yrði lesinn upp í kirkjunni, að hon-
um látnum. Hann mintist þess, hve laglega gamli prófasturinn
hefði talað yfir föður sínurn og taldi víst, að nú yrði einnig
eitthvað laglegt yfir sér mælt. Þess myndi verða getið, að hanti
hefði átt elsta búgarðinn í þorpinu, og prófasturinn myndi
tala um, hvílíkur heiður það væri, að vera af svo virðulegri
ætt. Og svo myndi einnig verða talað um ábyrgðina.
Já, vist væri það ábyrgðarhluti, að vera svo góðkynjaður;
það hafði hann ætíð vitað. Menn mættu aldrei gefast upp, ef
þeir væru Ing-imarssynir.