Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 2
Kveðja frá embœttismönnum aðalsamtakanna Aðalefni Bœnavikunnar 1979 er „Drottinn vor í helgidómi sínum.“ Sálmaskáldið tók þannig til orða „Þannig hefi ég litast um eftir þér í helgidóminum, til þess að sjá veldi þitt og dýrð“(Sálm. 63, 3). Það er von okkar að við, fyrir kraft Heilags Anda, öðlumst nýjan skilning á því hvað friðþœgingin þýðir, þegar við sjáum Drottinn vorn í helgidómi sínum. Andi okkar mun verða auðmjúkur og hörð hjörtu okkar kramin, þegar við sjáum hinn blœðandi staðgengil. Við munum að nýju skilja óendalegan kœrleika Guðs til hinna aumu, breysku, föllnu, vesœlu og syndugu sona mannanna. Til að undirbúa sjálfa okkur fyrir blessanir þessarar viku, biðja heimsleiðtogar okkar okkur að lesa bœnavikulestrana með aðgœtni og bœn í huga, ræða og hugsa um þá, og svo á hnjánum, með Guðs hjálp, gera nauðsynlegan undirbúning fyrir komu Drottins vors. Hið mikla áform um frelsun mannsins, eins og það kemur í Ijós í lokaatriðum þessa síðustu daga, ætti að vera rannsakað mjög náið. Atriðin sem tengd eru helgidómnum á himni œttu að hafa slík áhrif á huga og hjarta allra, að þeir gætu haft áhrif á aðra. Allir þurfa að verða fróðari um frióþœginguna, sem fram fer í helgidómi himinsins. Þegar þessi mikli sannleikur verður skilinn, munu þeir, sem hann hafa, vinna í samræmi við Krist til þess að búa menn undir að standast á hinum mikla degi Guðs, og verk þeirra mun bera árangur."Testimonies, 5. bindi bls. 575. Hinn mikli dagur, sem friðþœgingardagurinn benti fram til, í hinum guðlega helgidómi, nálgast óðum. Úrslit starfs Æðsta Prestsins okkar mun hafa eilífar afleiðingar fyrir hvert okkar. Þegar það starf kœrleika og náðar er búið, mun staðgengill okkar koma aftur til þessarar jarðar frá hinu allra helgasta. Muntþú og ég vera reiðubúin þegar hin endanlega og óafturkallanlega skipun heyrist „Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglœti, og hinn saurugi saurgi sig áfram, og hinn réttláti stundi áfram réttlœti og hinn heilagi helgist áfram. Sjá, ég kem skjótt og launin hefi ég með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.“(Op. 22,11.12). Megi Guð hjálpa okkur í þessari bœnaviku til að sjá Jesúm í helgidómi sínum. Við skulum varpa syndum okkar á hann, sem er svo dásamlegur og ber syndir okkar, og fyrir náð hans og trú á réttlœti hans, gera nauðsynlegan undirbúning til þess að vera tilbúin þegar hann kemur. 2

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.