Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 23

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 23
íláttur bmtantmar "Guð talar til okkar í náttúrunni, orði sínu, með forsjón sinni og áhrifum Anda síns. En þetta hrelckur ekki til. Við þurf- um einnig að úthella hjört- um okkar fyrir honum. Til þess að geta átt andlegt líf og kraft verðum við að hafa lifandi samband við himneskan föður okkar. Hugsanir okkar geta laðast að honum, við getum hug- leitt verk hans, miskunn hans og blessanir, en þetta er ekki að hafa samneyti við Guð í orðsins fyllstu merkingu. Til þess að standa í sambandi við Guð verðum við að hafa eitt- hvað að segja honum um líf okkar. Bæn er það að opna hjarta sitt fyrir Guði ei eins og fyrir vini. Ekki svo að skilja, að það sé nauðsynlegt til þess að gera Guði kunnugt, hvernig við erum heldur til þess að gera okkur kleift að taka á móti honum. Bænin dregur Guð ekki niður til okkar, heldur hefur hún okkur upp til hans. Þegar Jesús var hér á jörð, kenndi hann læri- sveinum sínum, hversu biðja skyldi. Hann bauð þeim að kynna Guði daglega þarfir sínar og varpa öll- um áhyggjum sínum á hann. Og fullvissan, sem hann gaf þeim um, að bænir þeirra yrðu heyrðar, nær einnig til okkar. Sjálfur baðst Jesús oft fyrir, meðan hann dvaldist meðal mannanna. Frelsari okkar samdi sig að þörfum okkar og veikleika, er hann aerðist nauðleitar- maður, biðjandi, og leitaði til föður síns um nýjan kraft, svo að hann mætti ganga alvæddur á hólm við hvaða skyldustörf og örðug- leika, sem á veginum yrðu. í öllum efnum er hann okkur fyrirmynd. 1 veikleikanum er hann bróðir, því að hans var "freistað...á allan hátt eins og vor"(Hebr.4,15). En þar eð hann var syndlaus, fyrirleit hann hiö illa. Hann háði baráttu og leið sálarkvalir í þessum synd- uga heimi. Vegna manneölis hans varð bænin nauðsyn og sérréttindi. Hann fann fróun og fögnuð í samband- inu við föður sinn. Og hafi frelsari mannanna, sonur Guðs, fundiö hjá sér þörf til bænahalds, hversu miklu fremur skyldu þá ekki hrösulir og syndugir dauðlegir menn finna sig knúða til heitrar og stöð ugrar bænar? Okkar himneski faðir er jafnan reiðubúinn til að veita okkur fyllstu bless- un sína. Það eru sérrétt- indi okkar að mega teyga ríkulega af lind hins tak- markalausa kærleika. Hvílík undur eru það, hve lítið við biðjumst fyrir. Guð er reiöubúinn og fús til að hlýða á einlægar bænir lítilmótlegustu barna sinna og samt erum við svo tómlát og treg til að tjá Guði þarfir okkar. Hvað skyldu englarnir á himnum hugsa um vesalings umkomulausar mannverur, sem ofurseldar eru freistingum, þegar Guð í óendanlegum kærleika sínum þráir að veita þeim meira en þær geta beöiö um eða gert sér í hugarlund, og samt biðja þær svo lítið og eru svo trúar- veikar? Englarnir hafa yndi af að lúta Guði og njóta þess að vera í návist hans. Samneytiö við Guð er þeirra æðsta gleði; og þó virðast börn jaröar- innar, sem hafa svo brýna þörf fyrir hjálpina, sem Guð einn fær veitt, gera sig ánægð með að ganga án ljóss Anda hans, án návist- ar hans. Myrkur hins illa umlyk- ur þá, sem vanrækja að biðja. Laumulegar tálsnörur óvinar- ins glepja þá til syndar, og allt hlýst þetta af því, að þeir notfæra sér ekki forréttindin, sem Guð hefur veitt þeim með hinni guð- dómlegu ráðstöfun bænar- innar. Hví skyldu börn Guðs tregðast við að biðja, þegar bænin er lykillinn í hendi trúarinnar, sem lýkur upp nægtabúri himins- ins, þar sem varðveitt er ótæmandi auðlegð almættis- ins? Án þrotlausrar bænar og kostgæfinnar árvekni eigum við á hættu að verða skeytingarlaus og villast af réttri braut. Andstæð- ingurinn leitast án afláts við að leggja hindranir í veginn að hástóli náðar- innar, til þess að við getum ekki með einlægum bænum og trú öölast náð og þrek til að standast freistingarnar." Vegxirmn til Knsts, bls. 101-103. 23

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.