Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 11
þeim degi „voru öll viðskipti lögó til hliðar og allur ísraelssöfnuður eyddi deginum í alvarlegri auðmýkt fyrir Guði, með bæn og föstu og djúpri rannsókn hjartans.“ Patriarchs and Prophets, bls. 355. Áður en þeir tóku þátt í hinum hátíðlegu siðum fórnfærði æðsti presturinn fyrir sjálfan sig og fjöl- skyldu sína (3. Mós. 16, 3. 6). Hann þurfti sjálfur að hreinsast. Seinna lagði hann hluti á báða hafrana, valdi einn fyrir Drottin, og hinn fyrir Asasel (sjötta og sjöunda vers). Hafurinn sem var valinn fyrir Drottin var drepinn og færður sem syndafórn fyrir fólkið. Eftir fómina, horfði fólkið, skjálfandi af ótta, á æðstaprest- inn fara inn í helgidóminn, berandi blóðið. Eftir það, gat fólkið ekki séð neina af hreyfíngum hans. Tjald hins allra helgasta var dregið til hliðar — þetta gerðist einu sinni á ári — og hann birtist, aleinn, í innra herberginu, þar sem reykelsisský huldu hina guðdóm- legu dýrð frá augum hans. Á þessum hátíðlega stað stökkti hann blóði sjö sinnum á náðarsætið. Á meðan á viðhafnarárinu stóð, vegna daglegrar þjónustu, þá höfðu syndir ísraels flekkað helgidóm- inn. En núna myndu syndirnar, sem á táknrænan hátt höfðu safnast fyrir í helgidóminum, verða teknar í burtu með helgiathöfnum friðþægingarinnar, og helgidómurinn, altarið, prestarnir, og fólkið var hreinsað. (3. Mós. 16, 33). í bænar- og íhugunarástandi, fylgdist þessi saman- safnaði mannfjöldi með hreyfingum æðsta prestsins, sem kom aftur eftir að hafa verið í návist Guðs, berandi syndirnar sem höfðu safnast fyrir yfir árið. Á meðan á þessu stóð hafði hafurinn sem hlutur Asasels féll á, sem táknaði Satan, beðið fast við dyr helgidómsins, eftir að gera sinn hluta í að fjarlæga syndina. Hátindur athafnarinnar var þegar æðsti presturinn lagði hendur sínar á höfuð dýrsins og játaði misgjörðir ísraels (21. vers). Þannig færði hann þær yfir á hafurinn, sem Levíti fór síðan með út í eyðimörkina (22. vers). Munnmæli herma að, á seinni tímum hafi hinn þjónandi prestur komið fram fyrir mannfjöldann, eftir tíðagerðina, og sagt hátíðlegri röddu, „Þið eruð hreins- uð“, þannig staðfesti hann aftur fyrir hinum sáriðr- andi mannfjölda fullvissu um fyrirgefningu allra synda þeirra. Hvaða táknræna þýðingu hafði brottrekstur synda- hafursins? Af þeim óteljandi ákærum sem beint er að guðfræði aðventista, er engin eins alvarleg og sú að við gjörum Satan að frelsara okkar. Við höfnum þessari hugmynd algjörlega, þar sem þátttaka syndahafurs- ins átti sér aðeins stað eftir að friðþægingin fyrir syndir fólksins var afstaðin (20.-22. vers), og sáttar- verkinu var lokið. Syndahafurinn var tekinn lifandi inn í eyðimörkina. Honum var ekki fórnað, aðeins skilinn eftir á eyðileg- um stað; þess vegna gat það ekki lýst endurlausnar- verkinu, því „eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs“ (Hebr. 9, 22). Blóð hafursins, sem táknaði fóm Krists, afplánaði syndir fólks Guðs vegna trúar þeirra á Drottni. Helgidómurinn, prestarnir, og fólkið var hreinsað. Asasel, tók alls engan þátt í þessu verki! Kristur lét í té fulla endurlausn, og aðeins blóð hans, táknað í fórnfæringunum, getur gefið syndafyrirgefningu. (Matt. 26, 28). Útlegð syndahafursins táknar loka upprætingu syndarinnar. Hið innblásna orð segir: „Eins og æðsti presturinn, sem bar syndirnar út úr helgdómnum, og færði þær yfir á höfuð syndahafursins, þannig mun og Kristur yfirfæra allar þessar syndir á Satan, höfund og frumkvöðul syndarinnar. Syndahafurinn, sem bar syndir ísraels, var sendur burtu „út í eyðimörkina“ (3. Mós. 16, 22). Eins mun Satan, sem ber sekt allrar syndar, sem hann hefur tælt lýð Guðs til að drýgja, verða í þúsund ár heftur við jörðina, sem þá mun verða óbyggð, og hann mun að síðustu greiða fullt gjald syndarinnar í þeim eldi, sem eyða mun öllum hinum illu. Þannig mun hið mikla endurlausnaráform ná fram að ganga í endanlegri útþurrkun syndar og frelsun allra, sem hafa af fúsum vilja afneitað hinu illa.“ Deilan mikla bls. 302, 303. Reiknisskil Fyrir Ísraelíta var dagur Friðþægingarinnar, dagur dóms og dagur reiknisskila við Guð. Þar af leiðandi, á degi bænar og föstu þá rannsökuðu þeir samvisku sína og játuðu yfirsjónir sínar, því að þeir vissu að fengju þeir ekki fyrirgefning, yrðu þeir upprættir úr ísrael (3. Mós. 23, 29). öll athöfn þessa dags „var til þess gjörð að innræta ísraelsmönnum heilagleik Guðs og andstyggð hans á synd.“ Deilan mikla bls. 434. Það var gert í þeim tilgangi að vekja samvisku manna og láta þá finna hve hræðilega syndugir þeir voru, en samtímis, festa í hjarta tilbiðjendanna fegurð trúarinnar og djúpan leyndardóm hennar. í gegnum aldaraðirnar hefur Satan reynt að láta sem illkynjun syndarinnar sé minni en hún er. Undir áhrifum hans hafa margir gert ekkert úr holdlegum tilhneigingum sem ríkja í hjarta mannsins. Þeir sem trúa þróunarkenningunni gera lítið úr syndinni, segja að hún sé merki sem eru eftirstöðvar okkar upp- haflega dýraeðlis; sálfræðingar flokka það undir hvöt; og aðrir útskýra það sem óeðlilega starfsemi innkirtl- anna. En syndin er raunveruleiki! Hún var til staðar í tjaldbúðum ísraelsmanna. Við sjáum hina óheilla- vænlegu tilveru hennar í dag. Hún stofnsetur per- sónulega uppreisn gegn Guði. Við getum reynt að gera lítið úr henni og jafnvel neitað tilveru hennar. Við munum þó aldrei getað hulið truflandi áhrif hennar í heiminum og í hjarta mannsins. Þegar örlítið kolaryk kemst inn í augað, þá mót- mælir augað með tárum, augað krefst þess að hlutur- inn verði fjarlægður. Syndin er aðkomuhlutur í sam- viskunni sem truflar innri frið. Samviskan, líkt aug- anu, krefst lausnar. Á friðþægingardeginum sóttist ísrael ákaflega, með bæn og föstu, eftir hinni lofuðu fyrirgefningu: „Því að á þessum degi skal friðþægt verða fyrir yður, til þess að hreinsa yður; af öllum syndum yðar skuluð þér hreinir vera fyrir Drottni.“ (3. Mós. 16, 30) Vitneskjan um að þeim var ekki aðeins fyrirgefið, heldur voru þeir líka hreinsaðir, fyllti fólkið með sætum innri friði, og

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.