Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 3
Hvíldardagur, 20. október. Endurlausn og endurreisn Eftir Ellen G. White. „Fórnargjöfin var fyrirskipuð af Guði sem stöðug áminning og iðrunarfull viðurkenning fyrir manninn á syndum sínum og trú á lofuðum frelsara. “ „Fyrir orð Drottins voru himnarnir gjörðir og allur her þeirra fyrir anda munns hans;“ „Því að hann talaði — og það varð, hann bauð — þá stóð það þar.“ Sálm. 33, 6. 9. Hann „grundvallar jörðina á undirstöð- um hennar, svo að hún haggast eigi um aldur og æfi.“ Sálm. 104, 5. Þegar búið var að skapa jörðina með sínu auðuga dýra- og jurtalífi, kom maðurinn, kóróna sköpunar- verksins, sem þessi faliega jörð hafði verið gerð fyrir, fram á sjónarsviðið.' Maðurinn átti að bera mynd Guðs, bæði að ytri einkennum og lyndiseinkunn. Kristur einn er „ímynd veru hans“ (Hebr. 1, 3) föðurins, en maðurinn var mótaður í mynd Guðs. Eðli hans var í samræmi vió vilja Guðs. Hugur hans gat skilið guðlega hluti. Tilfinningar hans voru hreinar; löngunum hans og ástríðum var stjórnað af skynsemi. Hann var heilagur og hamingjusamur í mynd Guðs og í fullkominni hlýðni við vilja hans.2 „Og Drottinn Guð plantaði aldingarð í Eden langt austur frá og setti þar manninn sem hann hafði myndað.“ (1. Mós. 2, 8). Allt sem Guð hafði búið til var fullkomlega fagurt, og það virtist ekkert vanta sem stuðlað gæti að hamingju þessa heilaga pars; samt gaf skaparinn þeim enn eitt merki um kærleika sinn, með því að búa til garð sérstaklega fyrir heimili þeirra.3 Allt sem var yndislegt og fagurt var handa þeim, allt virtist vera viturlega aðlagað þörfum þeirra, og það sem þau mátu framar öllum öðrum blessunum var félagsskapur sonar Guðs og engla himinsins.4 Adam og Eva voru ekki bara börn undir föðurlegri umhyggju Guðs heldur nemendur sem fengu leiðbein- ingu frá alvitrum skapara. . . Skipulag og samræmi sköpunarinnar lýstu ótakmarkaðri visku og krafti. Þau voru alltaf að uppgötva einhverja fegurð sem fyllti hjarta þeirra dýpri kærleika og það leiddi til þess að þau sýndu enn á ný þakklæti sitt. Eins lengi og þau héldu áfram að vera hlýðin hinu guðlega lögmáli mundi hæfileiki þeirra til að öðlast þekkingu, elska og þess að njóta, stöðugt vaxa. Þau myndu stöðugt öðlast nýja og dýrmæta þekkingu, uppgötva ferskar lindir hamingju, og fá skýrari og enn skýrari hugmynd um ómælanlegan, óþrjótandi kær- leika Guðs? Freistarinn kemur inn í Paradís Þó að fyrstu foreldrar okkar voru skapaðir saklausir og heilagir, þá var það þeim ekki ómögulegt aö gera rangt. Guð hafði skapað þá sem frjálsar siðferðislega ábyrgar verur, færa um að meta visku og góðvild lundernis hans og réttvísi kröfu hans og með fullu frelsi gátu þau kosið að hlýða eða óhlýðnast. Þau áttu að njóta samfélags við Guð og hina heilögu engla; en áður en hægt væri að segja aó þau væru eilíflega trygg, varð að prófa trúmennsku þeirra? Skilningstré góðs og ills var prófraun þeirra um hlýðni og kærleika til Guðs. Drottin hafði fundist það vera fyrir bestu að hafa bara einn hlut sem var þeim forboðinn í garðinum; en skyldu þau fyrirlíta vilja hans um þetta, þá myndu þau gera sig seka um synd. Satan átti ekki að fylgja þeim eftir og freista þeirra sí og æ; hann hafði aðeins aðgang að þeim við forboðna tréð. Ef þau reyndu að rannsaka eðli trésins, þá væru þau óvarin fyrir slægð hans. Þeim var ráðlagt að gefa sérstakan gaum að viðvörun Guðs og vera ánægð með þá leiðbeiningu sem Guð hafói gefið þeim? Satan leiddi Adam og Evu þaó svo fyrir sjónir aó það mundi vera ávinningur fyrir þau að brjóta lögmál Guðs. Heyrum við ekki svipuð rök í dag? Margir tala um þröngsýni þeirra sem hlýða lögmáli Guðs, meðan þeir sjálfir þykjast hafa víðari sjóndeildarhring og njóta meira frelsis. Hvað er þetta annað en bergmál af röddinni í Eden, „Jafnskjótt sem þið etið af honum“ — brjótið hina guðlegu kröfu — „og þið munuð verða eins og Guð“? (1. Mós. 3, 5)8 Fyrst eftir að Adam syndgaði, fannst honum eins og hann væri að koma á æðra svið tilverunnar. En fljótlega fylltist hann skelfingu þegar hann hugsaði um synd sína. Loftslagið sem hafði hingað til verið milt og stöðugt, virtist gefa hinum seku hroll. Friður- inn og kærleikurinn sem þau höfðu átt var farinn, og þess í stað fengu þau sektartilfinningu, fundu til hræðslu fyrir framtíðinni, og einmanaleik sálarinnar. Skikkja ljóssins sem hafði hulið þau hvarf nú, þau reyndu að búa sér klæði í staðinn, því að óklædd gátu þau ekki mætt auga Guðs og heilagra engla... Satan réði sér varla fyrir gleði yfir hinum góða árangri sínum. Hann hafði freistað konunnar til að treysta ekki kærleika Guðs, efast um visku hans, og brjóta lögmál hans og fyrir tilstilli hennar hafði hann fengið Adam til að falla. En hinn mikli löggjafi var nú um þaó bil að láta Adam og Evu vita um afleiðingu brots þeirra. Hin heilaga návist birtist í garðinum. í sakleysi sínu og heilagleika höfðu þau glaðlega tekið á móti skapara sínum, en nú flýðu þau skelfingu lostin, og reyndu að fela sig í dýpsta afkima garðins. En „Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu? Og hann svaraði: Ég heyrði til þín í aldingaróinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig. En hann mælti: Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn?“ (l.Mós. 3, 9-11)9

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.