Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 12

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 12
fjarska hamingjusamir snéru þeir aftur til tjalda sinna. Hversu hughreystandi eru ekki þær lexíur sem birtast í helgiathöfnum íriðþægingarinnar. Við getum ekki hulið syndir okkar. Við getum ekki losnað við sektartilfinninguna. Við getum, hinsvegar komið með hana til Guðs í þeirri vissu að hann muni fyrirgefa okkur og hreinsa. „En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ (1. Jóh. 1, 9) Hann fyrirgefur okkur ekki aðeins, heldur eins og í Friðþægingunni, hreinsar okkur með kraftmiklu og mjög áhrifamiklu hreinsiefni — blóði Jesú. Aðeins dauði lambsins þegar fréttamaður heimsótti Pasteur stofnunina í Sao Paulo, fræga miðstöð vísindalegra tilrauna, gat hann varla trúað því sem hann sá — saklausum dýrum — gæfum kindum og undirgefnum kanínum — fórnað í þeim tilgangi að bjarga lífum manna. Yfirkominn af sorg vegna hinnar kvalarfullu og sorglegu slátrunar á varnarlausum dýrum, skrifaði hann. „Sjónin sem við sáum, meðan við héldum niður í okkur andanum, var virkilega hræðileg. Auðmjúka littla lambið, með drjúpandi höfði virtist vita hvað beið þess, þegar sterkar hendur gripu um fætur þess. Með aðdáunarverðri rósemi þoldi það hin beittu tæki sem leituðu í heila þess að tilfinningarnæmasta hluta líkamans — framheilanum. Þegar búið var að finna hann, var langri nál stungið hægt inn í heilann, og síðan var sprautað inn í taugkerfí dýrsins vírusi sem mundi lama það eftir einn til tvo daga. Þegar þessu var lokið, var hið blóðuga lamb dregið til þess staðar þar sem það mundi vera undir athugun. Ef það stóðst ekki áhrif sprautunnar, þá dó það. Ef það stóðst meðferðina, þá dó það samt í einni af byggingum stofnunarinnar. Eftir krufninguna fór vökvi mænunn- ar í framleiðslu Fermi-bóluefnis sem notað er gegn hundaæði.“ Það sem hann hafði séð hafði mikil áhrif á hann, og hann bað einn af vísindamönnunum um skýringu. „Var ekki hægt að finna einhverja aðra aðferð til framleiðslu bóluefnisins? Var dauði þessara dýra eina leiðin til að bjarga fórnarlömbum hundaæðisins? Var ekki hægt að nota einhverja aðra aðferð svo ekki þyrfti að kvelja þessi aumingja tilraunadýr svona villimannlega? Vísindamaðurinn svaraði neitandi með því að hrista höfuðið. „Aðeins dauði þessara dýra getur verndað líf mannsins." Eitthvað svipað gerðist í endurlausnaráforminu. Aðeins í fórn lambsins getum við fundið frelsun. Ef við tökum friðþægingardauðann úr fagnaðarboðskapnum er syndarinn án vonar. Þetta er hin mikla lexía sem Guð þráði að kenna fólki sínu með hinni líkingarfullu friðþægingarathöfn. Nútímamaður ímyndar sér að hann geti öðlast frelsun fyrir menntun, menningu, með því að fága lunderni sitt, og með því að útiloka illar gerðir með því að gera gott. Hann fylgir fagnaðarboðskap hug- mynda, siðferðislegum meginreglum, og góðum verk- um. En án Krists þá er engin frelsun. Það eru engar aðferðir eða leiðir til frelsunar manninum nema dauði lambs Guðs. í þessari höfuð staðreynd finnum við miðdepil alls sem við þurfum. Guð tekur gildan dauða Jesú sem lausnargjald fyrir misgjörðir okkar. Þess vegna, skulum við ekki leita að öðrum fagnaðarboð- skap en þessum sem er svo dásamlega táknaður í hinum levísku táknmyndum. Dagur friðþægingarinnar bjó ísraelítana undir hina síðustu og gleðiríkustu minningarhátíð, laufskála- hátíðina. Með þessum hátíðarhöldum sem áttu sér stað fimm dögum seinna, lauk árlegum hátíðum Hebreanna. Með geislandi gleði tók fólkið þátt í hinni miklu uppskeruhátíð. Jörðin hafði framleitt ávexti, og þess vegna var fólkið af hjarta sátt við Guð. Full þakklætis ánægju, og vonar, komu þau saman í þakkargjörð til Guðs, sem hafði blessað þau af svo miklu veglyndi. Vissulega gat aðeins fólk sem átti frið við Guð, fagnað frammi fyrir honum í þakklæti, og skilið óendanlega gæsku hans og lofað hann fyrir umhyggju hans. Annars vegar minnti laufskálahátíðin, þakklætis- hátíð fyrir uppskeruna, ísraelsmenn á hvernig Guð hafði leitt fólk sitt á liðnum tíma, og hinsvegar benti hún þeim á lokauppskeruna þegar verki safnaðarins mun verða lokið og allar þjóðir munu safnast saman frammi fyrir Drottni. Samkvæmt spámannlegu tímatali, þá lifum við á þeim tíma sem svarar til hins mikla friðþægingardags. Kristur, æðsti presturinn okkar, er í hinu allra helg- asta í helgidóminum á hæðum, þar vinnur hann lokafriðþægingarverk sitt. Eftir stuttan tíma, enginn veit hve stuttan, mun Kristur ljúka meðalgöngustarfi sínu. Núna, fremur en nokkurn tíma áður, sæmir okkur að hugsa um hina guðlegu uppörvun, „Vakið því, þar eð þér vitið eigi hvaða dag herra yðar kemur.“ (Matt. 24, 42). Þegar þessu verki er lokið, þá kemur hinn mikli dagur uppskerunnar. Drottinn mun senda uppskeru- menn sína „Tínið fyrst illgresið og bindið það í bundin, til þess að brenna það, en safnið hveitinu í kornhlöðu mína“ (Matt 13, 30). Og þegar englarnir ljúka verki sínu, „þegar Drottins endurleystu hefur verið örugglega safnað í hið himneska Kanaansland munu þeir fagna með óumræðilegri gleði og þrungnir dýrð. Hinu mikla friðþægingarverki Guðs fyrir menn- ina mun þá vera lokið, og syndir þeirra þurrkaðar út.“ Patriarchs and Prophets, bls. 542. Spurningar til umræðu: 1) Afhverju eyða aðventistar svo miklum tíma í að nema levískar helgiathafnir? 2) Hvernig kenndi Guð frelsunaráformið áður en Kristur kom? 3) Hvaða þýðingu hafði dagur friðþægingarinnar fyrir ísrael? 4) Hvað táknaði útlegð syndahafursins? 5) Með hvaða biblíulegum röksemdum hrekjum við þá hugmynd að þátttaka Asasels í hátíðarþjón- ustunni táknaði hjálp í endurlausnarstarfinu?

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.