Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 16

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 16
Páskarnir áttu að vera bæði til minningar og tákns, þeir áttu ekki aðeins að benda til baka til frelsunar- innar frá Egyptalandi, heldur fram til hinnar enn meiri frelsunar Krists í að frelsa fólk sitt frá þrældómi syndarinnar. Fórnarlambið táknaði „guðslambið" sem er okkar eina von um frelsi. Postulinn segir „Því að páskalambi voru er og slátrað, sem er Kristur." . . . Lambið átti að vera útbúið í heilu lagi; svo að ekkert bein væri brotið; einnig átti ekki að brjóta nein bein í lambi Guðs, sem átti að deyja fyrir okkur. Þetta var því einnig táknmynd um fullkomleika fómar Krists.“ Patriarchs and Prophets. bls. 277. „Það átti að borða lambið með beiskum jurtum, sem átti að benda til biturleika þrældómsins í Egypta- landi. Þegar við næmmst af Kristi, þá ættum við að gera það með sundurkrömdu hjarta, vegna synda okkar. Notkun ósýrðs brauðs var líka táknræn. Þess var sérstaklega kraftist í páskalögunum, og stranglega framfylgt af Gyðingunum, að ekkert súrdeig skyldi finnast í húsum þeirra á meðan á hátíðinni stóð. Á svipaðan hátt skyldi súrdeig syndarinnar vera fjar- lægt hjá öllum þeim sem vilja fá líf og næringu frá Kristi. ,Hreinsið burt gamla súrdeigið, til þess að þér séuð nýtt deig... Því að páskalambi voru er og slátrað, sem er Kristur. Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi illsku og vonsku, heldur með ósýrðum brauð- um hreinleikans og sannleikans.1 “ Patriarchs and Prophets, bls. 278. Hliðstæðu páskanna í Nýja Testamentinu er að finna í kvöldmáltíðinni. Eftir að Kristur kom, þá var ekki nauðsynlegt að slátra fleirum páskalömbum sem bentu til komu hans. En það mundi verða blessunar- ríkt að minnast fórnarinnar á Golgata og styrkjandi krafts hennar. Það var vegna þessarar ástæðu sem Drottinn stofnsetti athöfnina með brauði og víni, til að minna okkur á staðreynd frelsunar okkar og ráðstöfunina sem gerð var fyrir okkur á krossinum. eins og frummyndin, bendir það bæði fram og aftur. Við eigum að minnast Golgata „þangað til hann kemur“ (1. Kor. 11, 26.) í sambandi við síðustu páskamáltíð Jesú með læri- sveinum sínum segir Jóhannes, „Það var rétt fyrir páskahátíðina. Jesús vissi, að stund hans var komin, að hann færi burt úr heimi þessum til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá er í heiminum voru, — svo auðsýndi hann þeim nú elsku sína allt til enda. . . Hann stendur upp frá máltíðinni og leggur af sér yfirhöfnina, og hann tók líndúk og gyrti sig. Eftir það hellir hann vatni í mundlaug, og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúk þeim, er hann var gyrtur" (Jóh. 13,1-5). Undirbúningur kvöldmáltíðar Fótaþvottaathöfnin hefur gildi aðeins í því að hún táknar burttekt syndar með einlægri iðrun og játn- ingu. Hún táknar hreinsun frá synd og nýja helgun til óeigingjarnrar þjónustu. Hún táknar einnig anda kristins samfélags. Lærisveinum Krists var mikið ábótavant í þessum eiginleikum á þeim tíma. Ritning- in segir „En það hófst líka deila meðal þeirra um það, hver þeirra gæti tahst mestur" (Lúk. 22, 24). Fóta- þvottarþjónustan var þess vegna, hinn rétti undir- búningur fyrir þátttöku í kvöldmáltíðinni. Stolt, af- brýðisemi, og deila sem var tíð hjá þeim, varð að fjarlægjast. Eftir að hafa þvegið fætur lærisveinanna, fór Jesú aftur til sætis síns við borðið, sem á hafði verið lagt brauð og óáfengt vín, undirbúningurinn hafði verið gerður samkvæmt fyrirskipun Krist. „Og hann tók brauð, gjörði þakkir, braut það og gaf þeim og sagði: Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefin; gjörið þetta í mína minningu. Og á sama hátt tók hann eftir kvöldmáltíðina bikarinn og mælti: Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt" (Lúk. 22,19. 20). Hér stofnsetti frelsari okkar kvöldmáltíðina, sem átti oft að halda hátíðlega, til þess að halda í fersku minni, hjá fylgjendum hans hina alvarlegu atburði, þá er hann var svikinn og krossfestur fyrir syndir heims- ins. Hið brotna brauð var tákn hins brotna líkama Krists, sem var gefinn heiminum til frelsunar. Vínið var tákn blóðs hans, sem úthellt var fyrir syndir allra þeirra sem koma til hans til að fá fyrirgefningu og taka á móti honum sem frelsara sínum. Eftir að þeir höfðu lokið páskamáltíðinni „fóru þeir út til Olíu- fjallsins" (Matt. 26, 30). „Jesús hafði verið í alvarlegum samræðum við lærisveina sína og kennt þeim; en þegar hann nálgað- ist Getsemane sló undarlegri þögn á hann. Hann hafði oft vitjað þessa staðar til íhugunar og bæna, en aldrei fyrr hafði hjarta hans verið svo fullt sorgar eins og þessa nótt hans síðustu sálarkvala. . . Sekt fallins mannkyns verður hann að bera. Á hann sem enga synd þekkti verður að leggjast afbrot okkar allra. Svo skelfileg finnst honum syndin, svo mikið er sektarfar- gið sem hann verður að bera, að hann freistast til að óttast að það muni að eilífu útiloka hann frá kærleika Föðurins. Hann finnur hversu ægileg reiði Guðs gegn syndinni er, og hann hrópar: „Sál mín er sárhrygg allt til dauða.“ Desire of Ages, bls. 685. „Eftir því sem lengra leið varð þessi undarlega hryggð dýpri; þó áræddu þeir (lærisveinarnir) ekki að spyrja hann um ástæðuna. Líkami hans riðaði eins og hann væri að hníga niður. . . Sérhvert skref sem hann steig nú kostaði mikla áreynslu. Hann stundi hátt, eins og hann þjáðist undir hræðilegri byrði. Tvisvar sinnum studdu samfylgdarmennirnir hann, annars hefði hann fallið til jarðar. . . Hann gekk lítið eitt frá þeim — ekki lengra en það að þeir gátu bæði séð hann og heyrt til hans — og féll fram á ásjónu sína. Honum fannst syndin vera að aðskilja hann frá Föðurnum. Gjáin var svo breið, svo svört, svo djúp, að andi hans skelfdist. . . Hrollköld næturdöggin fellur á máttvana líkama hans, en hann finnur það ekki. Af fölum vörum hans berst hið beiska ákall: „Faðir minn, ef mögulegt er, þá fari þessi bikar framhjá mér.“ En jafnvel nú bætir hann við: „Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt.“ Desire of Ages, bls. 686, 687. Meðan Jesú og lærisveinar hans voru ennþá í Getsemanegarði, kom Júdas, einn af þeim tólf, með mikinn mannfjölda. Þar á meðal voru æðstu prestarn- ir, fræðimennirnir og öldungar lýðsins, til að taka hann til fanga. Það var farið með hann frá einni höll

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.