Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 14
leg eru þau svið, sem tengd eru lokastarfi friðþæging- arinnar. Yfirþyrmandi eru þeir hagsmunir, sem þar er um að tefla. Nú stendur yfir dómsuppkvaðning í helgidóminum á himnum. Þetta starf hefur staðið í mörg ár. . . I ægilegri návist Guðs verður líferni okkar fyrr en varir tekió til rannsóknar. Á þeim tíma framar öllu öðrum hæfir hverri sál að minnast hvatningar frelsarans: Vakið og biðjið.“ Deilan mikla bls. 507. I dæmisögunni um hinar fimm fávísu meyjar, þegar brúðguminn kom, gengu „þær, sem viðbúnar voru .. . með honum inn til brúðkaupsins, og dyrunum var lokað.“ (Matt. 25, 10). Eins í dæmisögunni í Matteus 22, fengu aðeins gestirnir sem voru klæddir í brúð- kaupsklæði að njóta gleði brúðkaupsins. „En Guð tekur við öllum þeim, sem við athugun reynast sannarlega vera í brúðkaupsklæðum, og þeir eru taldir verðugir þess að ganga inn í ríki hans og setjast með honum á hásæti hans. Þessi rannsókn hugarfarsins, þessi ákvörðun þess, hverjir séu búnir undir inngöngu í guósríki, er dómsrannsóknin, lokastarfið í helgi- dómnum á hæðum.“ Deilan mikla bls. 443. Það er ómögulegt að ýkja um alvarleik verksins sem nú fer fram í helgidómi himinsins. Daníel spámaður sá að þegar dómur byrjaði á himnum þá voru „bækurnar opnaðar“ (Dan. 7, 10). Opinberarinn Jóhannes, þegar hann lýsti hinum sama atburði, lýsti því yfir að ekki væru aðeins bækurnar opnaðar heldur, „Og hinir dauðu voru dæmdir, eftir því sem ritað var í bókun- um, samkvæmt verkum þeirra" (Op. 20,12). Bækur himinsins innihalda nákvæma skrá yfir líf allra. „Andspænis hverju nafni í bók himnanna er skráð með ógnvekjandi nákvæmni hvert illt orð, hver eigingjörn athöfn, hvert óunnið skyldustarf og hver dulin synd, öll undanbrögð, hversu slóttug sem þau eru. Viðvaranir og áminningar sendar af himnum, sem menn hafa daufheyrst við, augnablik, sem sóað hefur verið, tækifæri, sem látin hafa verið ónotuð, áhrif, sem beitt hefur verið til góðs eða ills, ásamt víðtækum afleiðingum þeirra, — allt hefur þetta verið skráð af hinum himneska ritara." Deilan mikla, bls. 498-499. Þar sem við vitum að Guð heldur slíka skrá og að hvert líf verður borið saman við Guðs heilaga lögmál (samanber Préd. 12, 13. 14). Þá getum við ekki varist því að taka þessu geysilega alvarlega, og skilið að eina von okkar um sýknun er að setja traust okkar á Jesú. Jesú dó fyrir okkur á Golgata. (Róm. 5, 8-10; 1. Kor. 15, 3; Heb. 9, 28). Hann þroskaði fullkomna lyndis- einkunn, og hann býður okkur réttlæti (Heb. 5, 8. 9. Christ’s Object Lessons, bls. 310-311). Hann er nú meðalgöngumaður okkar á himnum, hann kemur fram í okkar stað í dómnum frammi fyrir föðurnum. (1. Tím. 2, 5; Heb. 7, 25; 8,1-2; 1. Jóh. 2,1). Ellen G. White segir um hinn himneska helgidóm og starf Krists þar: „Helgidómurinn á himnum er þungamiðja starfs Krists fyrir mennina. Hann varðar hverja lifandi sál á jörðinni. . . Meðalganga Krists fyrir mennina í helgidómnum á hæðum er jafn nauð- synleg endurlausnaráformunum og dauði hans á krossinum. Með dauða sínum hóf hann það starf, sem hann eftir upprisuna steig upp til að ljúka á himn- um... Jesú hefur opnað leiðina að hástól föðurins, og fyrir meðalgöngu hans er hægt að bera fram fyrir Guð einlægar óskir allra þeirra, sem koma til hans í trú.“ Deilan mikla, bls. 505-506. Þegar Kristur fór upp til himins eftir að hafa unnið sigur á Satan, og gert frelsun mögulega fyrir alla þá sem vilja taka við henni í trú, þá byrjaði hann hina prestlegu þjónustu í hinu heilaga, eða fremri hluta hins himneska helgidóms. En í 1844, þegar dagurinn sem að friðþægingardag- urinn benti fram til byrjaði, hóf Kristur starf sitt í hinu allra helgasta. Þá byrjaði hann á lokakafla þjónustu sinnar, lokastarfi friðþægingarinnar, rann- sóknardómnum. „Nú lifum við á hinum mikla degi friðþægingarinn- ar. Meðan presturinn var að friðþægja fyrir fsrael í þjónustu eftirmyndarinnar, var öllum gert skylt að hirta sál sína með iðrun syndanna og auðmýkja sig fyrir Drottni, til þess að þeir yrðu ekki afskornir frá lýðnum. Á sama hátt skyldu allir þeir, sem eiga nöfn sín skráð á lífsins bók, á þeim fáu dögum, sem þeim eru eftir skildir, hirta sálir sínar fyrir Guði með því að hryggjast yfir syndum sínum og iðrast af hjarta. Djúp og einlæg könnun hjartanna verður að fara fram. Sá léttúðugi lausungarandi, sem svo margir játendur kristinnar trúar ástunda, verður að hverfa. Örlagarík styrjöld vofir yfir öllum þeim, sem vilja leitast við að bæla niður þær illu hvatir, sem berjast til yfirráða. Undirbúningsstarfið verður hver einstaklingur að inna af höndum á eigin spýtur... Þó að allar þjóðir eigi að koma fyrir dóm Guðs, þá mun hann þó rannsaka mál hvers einstaklings með jafn mikilli nákvæmni og væri hann einn á jörðinni. Hver og einn verður að þola rannsókn og dæmast flekklaus og án ávirðinga." Deilan mikla, bls. 507. Sérstakt starf í Opinberunarbókinni 14, 6-12 skráði Jóhannes sérstaka boðskapi, sem á að boða heiminum á þessum alvarlega tíma, er rannsóknardómurinn, og starf frið- þægingarinnar á sér stað. Þessir boðskapir draga athyglina að skaparanum, dómstarfinu og hinum miklu úrslitaatriðum sem maðurinn verður að horfast í augu við, þegar hann velur hverjum hann ætlar að þjóna. Boðskaparnir gefa til kynna aó á meðan að dómurinn fer fram á himnum, þá reynir Guð að gera sérstakt starf fyrir fólk sitt til þess að undirbúa það fyrir lok reynslutímans. „Meðan rannsóknardómurinn fer fram á himnum, meðan syndir hinna iðrandi trúenda eru fjarlægðar úr helgidómnum, á að fara fram sérstakt hreinsunarstarf meðal lýðs Guðs á jörðu, þannig að hann segi skilið við synd. “ Deilan mikla, bls. 440. En hvað þessi tími er alvarlegur! Erum við trú í notkun hæfileika okkar? Notum við tíma okkar, huga okkar, hendur okkar, raddir okkar, peninga okkar og áhrif okkar Guði til dýrðar og mannkyninu til hjálp- ar? Nú er tíminn til að játa syndir okkar og sigrast á göllum í lunderni okkar. „Sá, sem dylur yfirsjónir sínar, verður ekki lángefinn, en sá, sem játar þær og lætur af þeim, mun miskunn hljóta." (Orðs. 28,13). Satan er stöðugt „að leitast við að blekkja fylgjend- ur Krists með þeirri hættulegu kenningu, að syndirn-

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.