Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 17

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 17
til annarar til þess að dæma hann, en engin áþreifan- leg sönnum kom frá ákærendum hans sem gæti dæmt hann sekan. „Og með því að Pílatus vildi gjöra mannfjöldanum til geðs, gaf hann þeim Barrabas lausan, og lét húðstrýkja Jesúm og framseldi hann til krossfestingar.“ (Mark. 15, 15). Síðan fór múgurinn með hann á aftökustaðinn. „Krossinn, sem ætlaður hafði verið Barrabasi, var lagður á flakandi og blóðugar herðar hans (Jesú). . . Múgurinn sem fylgdi frelsaranum eftir sá hversu þróttlaus og reikull gangur hans var, en enginn sýndi nokkur merki samúðar. Fólkið hæddi hann og atyrti af því að hann gat ekki borið hinn þunga kross.“ Desire of Ages, bls. 741, 742. „Og er þeir komu til þess staðar, sem kallaður er Hauskúpa, krossfestu þeir hann.“ (Lúk. 23, 33). „Af vörum frelsarans barst hvorki kvörtun né ásökun. Ásjóna hans var stillileg og rósöm, en stórir svitadropar hnöppuðust á enni hans. Engar meðaumkunarfullar hendur þurrkuðu dauða- döggina af andliti hans, ekki heyrðust heldur nein orð samúðar né óhaggandi hollustu og tryggðar mannlegu hjarta hans til styrktar. Meðan hermennirnir unnu sitt hræðilega verk, bað Jesús fyrir óvinum sínum: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ “ Desire of Ages, bls. 744. „Jafnskjótt og Jesús hafði verið negldur á tréó lyftu því sterkir menn og stungu með miklu afli niður þar sem því hafði verið ætlaður staður. Þetta var syni Guðs óbærilega kvalafullt.“ Desire of Ages, bls. 745. Þegar hann sagðist vera þyrstur „gáfu þeir honum að drekka vín beiskjuborið; og er hann hafði bragðað það, vildi hann eigi drekka“ (Matt. 27, 34). „Skyndilega létti myrkrinu af krossinum og með skærum tónum, líkt og af hvellum lúðri, hrópaði Jesús: „Það er fullkomnað!“ „Faðir, 1 þínar hendur fel ég anda minn!“ Ljós umlukti krossinn og ásjóna frelsarans ljómaði af dýrð eins og sólin. Síðan hneigði hann höfuð sitt og gaf upp andann." Desire of Ages, bls. 756. Þegar Kristur lítillækkaði sig til að taka á sig mannlega mynd opinberaði hann hugarfar sem er andstætt skapgerð Satans. En hann steig enn dýpra niður á braut auðmýkingarinnar. „Er hann kom fram að ytra hætti sem maður, lítillækkaði hann sjálfan sig og varð hlýðinn allt fram í dauða, já fram í dauða á krossi.“ Fil. 2, 8. Eins og æðsti presturinn lagði af sér viðhafnarskikkju sína og þjónaði í hvítu líni venjulegs prests, eins tók Kristur á sig þjóns mynd og bar fram fóm, þar sem hann var sjálfur presturinn, þar sem hann var sjálfur fómin. „Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegn- ingin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum.“ (Jes. 53, 5) Kristur, þekkti í raun allt sitt líf hvað það var að vera hataður, vera úthúðað og hafnað. „Dauði Krists á krossinum tryggði tortímingu hans, sem hefur vald dauðans, sem var upphafsmaður syndarinnar. Þegar Satan verður útrýmt verður eng- inn til að freista til ills; það mun aldrei þurfa að endtaka friðþæginguna; og það mun ekki verða hætta á að önnur uppreisn eigi sér stað í alheimi Guðs. . . Fallnir menn gætu ekki átt heima í paradís Guðs án (fórnar) lambsins sem slátrað var frá grundvöllun heims. Eigum við þá ekki að hátt upp hefja kross Krists.“ “ SDA Bible Commentary, Skýringar Ellen G. White á Jóh. 3, 14-17, bls. 1132. „Gjöf Guðs, þegar hann gaf sinn elsaða son var tjáning óskiljanlegs kærleika. Guð gerði allt sem hægt var að gera til þess að varðveita lögmál sitt og samt frelsa misgjörða- manninn.“ Sama. „Okkar eina von er algjört traust á blóði hans, sem getur til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð. Dauði Krists á Golgata er okkar eina von í þessum heimi, og hann mun verða umtals- og íhugunarefni okkar í komandi heimi.“ Sama. „Fyrir krossinn lærum við að hinn himneski faðir okkar elskar okkur með óendanlegum og eilífum kærleika og dregur okkur til sín með dýpri meðaumk- un en móðir hefur með kenjóttu barni sínu. Þurfum við að undrast að Páll segir, ,En það sé fjarri mér að hrósa mér, nema af krossi Drottins vors Jesú Krists1? Það er líka okkar forréttindi að hrósa okkur af krossi Golgata, okkar forréttindi að gefa okkur sjálf algjör- lega honum sem gaf sjálfan sig fyrir okkur. Þá munum við, með því ljósi kærleika sem skín frá andliti hans á okkar andlit, fara út og endurspegla það til þeirra sem eru í myrkri.“ Sama bls. 1133. Spurningar til umrœðu: 1) Hvaða tvo atburði táknuðu páskarnir? 2) Hvað var það sem ísraelsmenn sýndu fram á með því að fjarlægja allt súrdeig frá heimilum sínum meðan þeir héldu páskana hátíðlega? 3) Hvað getum við gert persónulega til þess að halda þýðingu fótaþvottaathafnarinnar ferskri í hjarta okkar? 4) Hvers vegna er það trygging gegn synd, að líta til krossins? íBRÆÐRABANDIÐ „Kristur tók á sig það sem við verðskuldum tíl þess að við mættum öðlast það hlutskipti sem hann verðskuldar. Hann var sakfelldur fyrir syndir okkar, sem hann átti engan þátt í, til þess að við mættum verða réttlættir fyrir hans réttlæti, sem við áttum engan þátt í. Hann þoldi þann dauða sem við höfðum til unnið, svo að við mættum öðlast það líf sem var hans. „Fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.“ “ Desire of Ages, bls. 25. Okkar kæri frelsari, Jesús 42.árg. JÚní-Október 6.-10.tbl. 1979 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: SIGURÐUR BJARNASON PÓsthólf 262,Reykjavík Ótgefendur: S.D.AÐVENTISTAR Á ÍSLANDI

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.