Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 4
Dómur og dómsúrskurður Viðvörunin sem var gefin okkar fyrstu foreldrum — „Því að jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja“ (1. Mós. 2, 17) — átti ekki við að þau myndu deyja þann dag sem þau borðuðu þennan forboðna ávöxt. En á þeim degi myndi hinn óafturkallanlegi dómur verða úrskurðaður. Ódauðleiki var lofaður þeim með því skilyrði að þau hlýddu. Með því að brjóta lög Guðs glötuðu þau eilífu lífí. Á þessum degi myndu þau verða dæmd til dauða!0 Adam gat hvorki neitað né afsakað synd sína, en í stað þess að sýna iðrun, reyndi hann að koma sökinni yfír á konu sína, og þannig yfir á Guð sjálfan: „Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át:“ (1. Mós. 3, 12). Hann sem, af ást til Evu, hafði af ásettu ráði valið að glata viðurkenningu Guðs, heimili sínu í Paradís, og eilífu lífí fullu af gleði, gat nú, eftir fall sitt reynt að gera félaga sinn, og jafnvel Skaparann sjálfan, ábyrgan á broti sínu. Svo hræði- legt er vald syndarinnar. Þegar konan var spurð, „Hvað hefir þú gjört?“ svaraði hún, „Höggormurinn tældi mig svo ég át“ (1. Mós. 3, 13). „Afhverju skapaðir þú höggorminn? Afhverju leyfðir þú honum að koma inn í Eden?“ — þetta voru spurningarnar sem lágu í afsökun hennar á synd sinni. Þannig, eins og Adam, sagði hún Guð ábyrgan á falli þeirra. Andi sjálfsréttlætis átti upptök sín í föður lýginnar, okkar fyrstu foreldrar notuðu sér hana um leið og þau létu undan fyrir áhrifum Satans, og þetta hefur komið í ljós hjá öllum sonum og dætrum Adams. í staðinn fyrir að auðmjúklega viður- kenna synd sína, þá reyna þau að verja sig með því að koma sökinni á aðra, aðstæður, eða á Guð — láta jafnvel blessanir hans verða tækifæri til að mögla gegn honum. Drottinn kvað þá upp dómsúrskurð sinn yfir högg- orminum: „Af því að þú gjörðir þetta, skalt þú vera bölvaður meðal alls fénaðarins og allra dýra merkur- innar; á kviði þínum skalt þú skríða og mold éta alla þína lífdaga." (1. Mós 3, 14). . . Næstu orðin sem höggormurinn var ávarpaður með áttu beint við Satan sjálfan, og bentu til algjörrar eyðileggingar hans og ósigurs: „Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis, það skal merja höfuð þitt og þú skalt merja hæl þess.“ (1. Mós. 3,15). Syndin olli ósamrœmi Evu var sagt frá sorg og kvöl sem héðan í frá mundi verða hennar hlutskipti. Og Drottin sagði, „Og þó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfír þér.“ (1. Mós. 3, 16). I sköpuninni hafði Guð gert hana jafna Adam. Hefðu þau verið hlýðin Guði — í samræmi við hið mikla lögmál kærleikans — þá hefðu þau ávallt verið í samræmi hvort við annað, en syndin hafði ollið ósamræmi, og nú gat samband þeirra og samræmi aðeins haldist og varðveist, með undirgefni annars þeirray Og Drottinn gerði Adam þetta kunnugt: „Af því að þú hlýddir röddu konu þinnar og ást af því tré, sem ég bannaði þér, er ég sagði: Þú mátt ekki eta af því, — þá sé jörðin bölvuð þín vegna, með erfiði skalt þú þig af henni næra alla þína lífdaga, þyrna og þisla skal hún bera þér, og þú skalt eta jurtir merkurinnar. I sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn því af mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa.“ (1. Mós. 3,17-19)12 Sonur Guðs, hinn dýrlegi stjórnandi himinsins, var snortin af meðaumkun með hinu fallna mannkyni. Hjarta hans var snortið óendanlegri samúð þegar ógæfa hins glataða heims barst upp til hans. En guðdómlegur kærleikur hafði þegar lagt áform svo að maðurinn gæti frelsast. Lögmalið sem hafði verið brotið krafðist líf syndarans. Það var aðeins einn í öllum alheiminum, sem gat, fullnægt kröfunni, í stað mannsins. Þar sem guðdómlegt lögmál er eins heilagt og Guð sjálfur, gat aðeins einn sem var jafn Guði friðþægt fyrir brotið. Enginn nema Kristur gat frelsaó fallinn mann frá bölvun lögmálsins og fært hann aftur í samhljóman við himininn13 Guð átti að opinberast í Kristi, „sætta heiminn við sig.“ 2. Kor. 5, 19. Manninum hafði hnignað svo af synd að það var ómögulegt fyrir hann af sjálfum sér að komast í samræmi við Hann sem að eðlisfari er hreinn og gæskuríkur. En, Kristur, eftir að hafa frelsað manninn undan fordæmingu lögmálsins, gat látið í té guðdómlegan kraft til hjálpar mannlegri viðleitni. Þannig að með því að iðrast gagnvart Guði og hafa trú á Krist gætu hin föllnu börn Adams enn á ný orðið „synir Guðs.“ 1. Jóh. 3, 2.14 Fyrir manninn kom fyrsta bendingin um frelsi fram í dómsúrskurði sem var kveðinn upp yfir Satan í garðinum. . . Þessi dómsúrskurður, kveðinn upp í viðurvist fyrstu foreldra okkar, var þeim loforð. Þó að hann segði fyrir um stríð milli mannsins og Satans, þá lýsti hann því yfír að vald hins mikla óvinar mundi að lokum verða brotið á bak aftur. . . Þó að þau mundu þurfa að líða vegna valds hins mikla óvinar þá ættu þau í vændum lokasigur.15 Síðan lýsti Guð yfír: „Og fjandskap vil ég setja.“ Þessi fjandskapur er settur á yfírnáttúrlegan hátt, og ekki haldið við á eðlilegan hátt. Þegar maðurinn syndgaði, varð eðli hans illt, og hann var í samræmi og ekki í ósamræmi við Satan. Hinn drambláti valdræn- ingi, eftir að hafa tekist að afvegaleiða fyrstu foreldra okkar eins og hann hafði afvegaleitt englana, reiddi sig á að ná hollustu þeirra og samstarfí í öllu því sem hann ætlaði að takast á hendur á móti stjórn himins- ins. Það var enginn fjandskapur milli hans sjálfs og hinna föllu engla. . . En þegar Satan heyrði að sæði konunnar átti að merja hæl höggormsins, þá vissi hann að þótt honum hefði tekist að spilla mannlegu eðli, og líkja því sínu eigin, þá myndi Guð með einhverri leyndardómsfullri aðferð, veita manninum aftur það vald sem hann hafði glatað og gera honum kleift að standast og yfirbuga sigurvegara hans. Það er náðin sem Kristur gróðursetur í hjörtu okkar sem gerir fjandskapinn við Satan. Án þessara náðar mundi maðurinn halda áfram að vera fangi Satans, þjónn sem væri alltaf tilbúinn að gera það sem hann væri beðin um. Þetta nýja lögmál í hjartanu veldur árekstrum þar sem hingað til hafði verið friður. Krafturinn sem Kristur gróðursetur, gerir manninum

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.