Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 6
Sunnudagurinn 21. október. Afhverju helgidómurinn? EftirA. N. Duffy Ef að helgidómurinn kennir okkur eitthvað, þá kennir hann okkur hjartans skuldbindingu, hjartans trú, og það að reiða sig algjörlega á fórnarlambið og meðalgöngu prestsins. Guð sagði við Móse, þegar hann talaði við hann á Sínaí fjalli, „Og þeir skulu gjöra mér helgidóm, að ég búi mitt á meðal þeirra.“ (2. Mós. 25, 8). Getur þú ímyndað þér hinn mikla og heilaga Guð „sem jafnvel himnarnir geta ekki rúmað,“ að biðja um að koma inn í tjaldbúðir ísraelsmanna, að hafa tjald sitt á meðal þeirra tjalda að deila, ef svo má að orði komast, hlutskipti þeirra í ömurlegu eyðimerkurlandi, og að ferðast með þeim alla leið inn í Kanaan! Hann opinberaði ekki sjálfan sig sem fjarlægan, ósnertanlegan Guð, „en bústaður þeirra er ekki hjá dauðlegum mönnum.“ (Dan. 2, 11) Heldur eins og sá sem er ávallt nærtækur. Hann mundi verða Guð þeirra, rétt eins og þau áttu að vera fólk hans. Það var ekki vegna þess að ísrael verðskuldaði kærleika Guðs, að hann elskaði þá. Þau voru í raun og veru vanþakk- lát, óguðleg og óáreiðanleg þjóð. Alveg síðan þau fóru frá Egyptalandi höfðu þau möglað gegn Guði, og jafnvel nú, meðan Guð var á fjallinu, að leggja til við Móse að hann mundi koma og dvelja meðal fólksins, voru ísraelsmenn að setja upp gullkálfínn á sléttunni fyrir neðan. Fyrir aðeins fáeinum dögum höfðu þeir gert hátíð- legan sáttmáia við Guð um að hlýða honum. Hjörtu þeirra höfðu titrað af lotningu er þau heyrðu þrumu- raust hans flytja boðorðin frá fjallstindinum. Þeir höfðu heyrt hann segja: „Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi. . . Þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér.“ (2. Mós. 20, 2-4). Samt sem áður núna, svo fljótt á eftir, voru þeir að svíkja hann með því að tilbiðja líkneski. Meðan þeir dönsuðu í kringum gullkálfinn, kölluðu þeir í fögnuði: „Þetta er Guð þinn ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi." (2. Mós. 32, 8) Ekki það að Guð lokaði augunum fyrir syndum þeirra, því að reiði hans „upptendraðist“ gegn fsrael, og hann hótaði að útrýma allri þjóðinni (sjá vers 9. 10) En, í því sem virðist vera mótsögn í ritningunni, er annars vegar viðskilnaður við Guð, hins vegar tilboð um helgidóminn, boð um að vera í nánu samfélagi við Guð. En í ljósi Golgata þá er þetta ekki mótsögn, því kom ekki Kristur til að frelsa syndara — kom hann ekki vegna þess að íbúar jarðarinnar voru syndarar, og á meðan þeir voru „ennþá syndarar“ dó fyrir þá? Kannski ein af aðallexíunum frá helgidóms fyrir- komulaginu er það að kærleiksríkur frelsandi guð kom í helgidóm á jörðinni með syndugum mönnum, og lýsir það á mjög fallegan hátt því, að íklæðast holdinu. Ellen G. White segir: „Þannig setti Kristur upp tjaldbúðina á meðal mannanna. Hann setti sitt tjald við hliðina á tjaldi mannanna, svo að hann gæti dvalið hjá okkur, svo að við mættum kynnast hinu guðdómlega eðli og hfí. „Og orðið varð hold, og bjó með oss . . . fullur náðar og sannleika.“ Desire of Ages bls. 23, 24. Dásamleg hugsun, Hann er „Guð með oss“ — skaparinn að dvelja hjá þeim sem hann hefur skapað. (Matt. 1, 23; Jóh. 1,14). Verð fyrirgefningarinnar Samt sem áður, táknaði helgidómurinn ekki aðeins að Kristur myndi deyja fyrir mennina. Þetta var hús fórnar, jafnframt því að það var hús dýrðar. Það var sérstaklega fest í hugi ísraelsmanna að synd gæti verið fyrirgefin, aðeins, með úthelling blóðs saklauss fórnarlambs. „Og eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs.“ (Hebr. 9, 22). „Því að blóðið friðþægir með lífínu.“ (3. Mós. 17, 11) Fórnarblóðið var notað á mismunandi hátt í helgidómsþjónustunni. Við fáum þessa mynd af nærveru Guðs í helgidómin- um, þar sem blóðið var ætíð fyrir framan hann, til að koma á sættum milli Israelsmanna og hans heilaga lögmáls, það táknaði að frelsun gæti aðeins verið keypt með hinu háa verði, blóði flekklauss sonar Guðs. Hefur þú nokkur tíma hugsað út í hvað fórnir ísraelsmanna kostuðu mikið? 3. og 4. Mósebækur nefna næstum 50 mismunandi fórnir (sjá S. D. A. Bible Dictionary bls. 939-943). Sumar voru endur- teknar mörgum sinnum á dag. Einstaklingar komu stöðugt með sektarfórnir, heillafórnir og syndafórnir. Fórnir voru færðar morguns og kvölds á hinu mikla altari. Hver fórn kostaði líf saklaus fórnadýrs. Hversu feikileg upphæð í lífum og kostnaði hefur hér átt sér stað í öllum fórnunum sem færðar voru í helgidómin- um í gegnum aldaraðir ísraelskrar sögu! Hugsið einnig um verðmæti gjafa og tíunda sem að héldu uppi helgidóminum og prestunum í meðal- gönguhlutverki þeirra. Þetta var um það bil einn fjórði af þjóðartekjum ísraels. Sjá Patriarchs og Prophets bls. 527. Allur tími og þrek Levi ættbálksins fór í þjónustu friðþægingarinnar. Mismunur fórnanna En kostnaðurinn við fórnir Gamla Testamentisins verða að engu þegar þær eru bornar saman við fórn hins sanna Guðs lambs. Þó að þessar milljónir fórna væru áhrifamiklar, þá gátu þessar helgidómsfórnir ekki nægilega lýst fórn Krists. Dýr sem komið var með til slátrunar, höfðu ekki hugmynd um hvað beið þeirra, hinsvegar gekk Jesú, „lambið . . . sem slátrað

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.