Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 15

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 15
ar séu mönnunum óyfirstíganlegar. En Jesús er í fyrirsvari fyrir þá með særðum höndum sínum og hrjáðum líkama sínum. Og hann segir við alla, sem vilja fylgja honum: „Náð mín nægir þér.“ 2. Kor. 12, 9. „Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld, því að mitt ok er indælt og byrði mín létt.“ Matt. 11, 29. 30. Því skyldi enginn telja ávirðingar sínar óbætanlegar. Guð mun gefa trú og náð til að sigrast á þeim.“ Deilan mikla, bls. 506-507. Með tilliti til þess að við lifum á þessum alvarlegu tímum er það óhugsandi að hinn kristni maður lifi eins og allt væri með feldu. Lífsviðhorf sem áttu vel við fyrir 1844 þurfa alls ekki að eiga við núna. Eftirsókn eftir saklausum skemmtunum, á þessum degi friðþægingarinnar, getur þurft að stöðva. Það sem er „gott“ getur þurft að víkja fyrir hinu „besta“. Við getum ekki lagt of mikla áherslu á hve alvarleg- ur tími dómsins sem við lifum á er. En jafnframt eigum við að vera minnug hins kærleiksríka frelsara okkar, sem hefur allt á sínu valdi, og að það er í hans hendur sem við höfum lagt líf okkar. Jesú, talsmaður okkar í dómnum, hefur aldrei tapað neinu máli. Hann býður okkur að eigna okkur réttlæti hans. Sem æðsti prestur okkar „getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávallt lifir, til að biðja fyrir þeim“ (Heb. 7, 25). Við skulum því hefja augu okkar til helgidómsins á hæðum, þar sem Jesú þjónar okkar vegna. Sækjumst eftir þeim krafti sem hann þráir að láta okkur í té. Fyrir náð hans getum við horfst í augu við dóminn óhrædd. Fyrir náð hans getum við átt olíu Heilags Anda á lömpum okkar þegar brúðguminn kemur. Spurningar til umrœöu: 1) Hvaða áhrif hafði hinn forni friðþægingardagur á líf í sraelsmanna? 2) Af hverju er það nauðsynlegt að hreinsa helgi- dóminn á himnum? 3) Nefnið tvær dæmisögur sem gefa það til kynna að rannsóknardómur sé nauðsynlegur? 4) Hversu nákvæma skrá hefur himininn yfir líf einstakrar persónu? 5) Hversu þýðingarmikið er starf Krists í helgidóm- inum fyrir okkur? 6) Hvaða undirbúnig ætti einstaklingurinn að gera, svo hann verði ekki léttvægur fundinn í dómin- um? Fimmtudagurinn 25. október Kristur páskalamb okkar EftirP. M. Mabena Páskarnir voru til minningar og til tákns. Þaö er kvöldmáltíðin líka. Ein af hinum þýðingarmestu hátíðum sem að hinn forni ísrael hélt hátíðlega voru páskarnir. Þeir áttu upptök sín í Egyptalandi, kvöldið sem ísrael fór úr landi ánauðar. Faró konungur Egyptalands hafði þrjóskulega neitaó að leyfa Israelsmönnum að fara, og hafði veitt viðnám hinni guðlegu skipun. Nú myndi hin síðasta plága ríða yfir. Guð bauð Móse að segja vió hann: „Svo segir Drottinn: Israelslýður er minn frumgetinn sonur. Ég segi þér: lát son minn fara, að hann megi þjóna mér; en viljir þú hann eigi lausan láta, sjá, þá skal ég deyða frumgetinn son þinn“ (2. Mós. 4, 22. 23). Þessi hræðilegi boðskapur sagði einnig: Svo segir Drottinn: Um miðnætti vil ég ganga mitt í gegnum Egyptaland, og þá skulu allir frumburðir í Egyptalandi deyja, frá frumgetnum syni Faraós, sem situr í hásæti sínu, til frumburðar fénaðarins“ (2. Mós. 11, 4. 5). Móse hélt áfram: „En eigi skal svo mikið sem rakki gelta að nokkurum ísraelsmanna, hvorki að mönnum né skepnum" (2. Mós. 11, 7). „Áður en þessum dómi var framfylgt, hafði Drott- inn, fyrir Móse, gefið ísraelsmönnum leiðbeiningar um brottför þeirra frá Egyptalandi og sérstaklega um undankomu þeirra frá komandi dómi. Hver fjölskylda, ein eða í tygjum við aðra, átti að drepa lamb eða hafurkið „gallalaust" og með ísópsvendi stökkva blóðinu á „báða dyrastafi og dyratré“ húsanna, svo að engill dauðans, sem kom um miðnætti myndi ekki koma inn. Þeir áttu að borða kjötið steikt með ósýrðu brauði og beiskum jurtum, um kvöldið, eins og Móse sagði, þer skuluð vera gyrtir um lendar yðar, hafa skó á fótum og stafi í höndum; þér skuluð eta það í flýti; það eru páskar * Drottins." „Drottinn sagði: ,Og blóðió skal vera yður tákn á þeim húsum, þar sem þér eruð; er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður; og engin skæð plága skal yfir yður koma, þegar ég slæ Egyptaland.' „Til minningar um þessa miklu frelsun, áttu ísra- elsmenn að halda hátíð árlega, kynslóð eftir kyn- slóð... Þeir áttu að endursegja börnum sínum þessa sögu hinnar miklu frelsunar, eins og Móse bað þá að segja: ,Þetta er páskafórn Drottins, sem gekk fram hjá húsum Israelsmanna í Egyptalandi, þegar hann laust Egypta, en hlífði vorum húsum.‘ “ Patriarchs and Prophets bls. 274. Þ. e. framhjáganga.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.