Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 5
kleift að standast harðstjórann og valdræningjann!6 Fórnin krafðistþess að trúyrði sýnd Eftir að maðurinn féll fengu heilagir englar strax þá skipun að verja tré lífsins. Englarnir létu ljósgeislana leiftra í kringum tréið og það leit út eins og logandi sverð. Engin af fjölskyldu Adams fékk leyfi til þess að fara í gegnum hindrunina til að neyta ávaxtarins sem myndi gefa eilíft líf.17 Eftir að þau höfðu syndgað gátu Adam og Eva ekki dvalið lengur í Eden. . . í niðurlægingu og óumræðilegri sorg sögðu þau skilið við heimili sitt og fóru burt til að dvelja á jörðinni, sem var undir bölvun syndarinnar!8 Við hliðið inn í Paradís þar sem kerúbinn stendur vörð, var dýrð Guðs sýnd, og þangað fóru fyrstu tilbiðjendurnir. Þar reistu þeir ölturu sín og færðu fórnir sínar!9 Fórnargjöfin var fyrirskipuð af Guði sem stöðug áminning og iðrunarfull viðurkenning mannsins á syndum sínum og trú á lofuðum frelsara. Það var gert til þess að festa í huga þessa fallna mannkyns þennan alvarlega sannleika, að það var syndin sem orsakaði dauóann. Þegar Adam fórnaði fyrstu fórninni var það mjög sársaukafull athöfn. Hann varð að lyfta hendi sinni og taka líf, sem aðeins Guð gat gefið. Það var í fyrsta sinn sem hann hafði orðið vitni að dauða, og hann vissi að ef hann hefði hlýtt Guði, þá hefði hvorki maður eða dýr orðið að deyja. Og þegar hann drap þetta saklausa fórnardýr, þá skalf hann við tilhugsun- ina að syndir hans myndu úthella blóði hins flekk- lausa Guðs lambs. Þessi viðburður gaf honum dýpri og skýrari skilning á hversu stórt brot hans var sem ekkert nema dauði hins elskaða sonar Guðs gat afplánað. Og hann dáðist að óendanlegri gæsku sem gaf slíkt lausnargjald til að frelsa hina seku. Vonar- stjarna birti upp hina dökku og hræðlegu framtíð og hrakti burt hið algera vonleysi. Endurlausn felur í sér endurnýjun En endurlausnaráformið hafði ennþá víðari og dýpri tilgang heldur en að frelsa manninn. Það var ekki bara þessvegna að Kristur kom til jarðarinnar; það var ekki aðeins til þess að íbúar þessa litla heims myndu gefa gaum að lögmáli Guðs eins og skyldi, heldur til að réttlæta eðli Guðs fyrir alheiminum. Það var til þessa árangurs af hinni miklu fórn sinni — áhrifanna á skynigæddar verur annara heima, og einnig á manninn — sem frelsarinn leit fram til, þegar hann sagði rétt fyrir krossfestingu sína: „Nú gengur dómur yfir þennan heim, nú skal höfðingja þessa heims kastað út, en er ég verð hafinn frá jörðu, mun ég draga alla til mín.“ Jóh. 12, 31. 32. Það að Kristur dó til að frelsa manninn, gaf ekki aðeins manninum aðgang að himninum, heldur réttlætti Guð og son hans í breytni þeirra gagnvart uppreisn Satans. Það myndi sanna stöðugleika lögmáls Guðs og sýna eðli og afleiðingar syndar.20 Adam var skipað svo fyrir að kenna afkomendum sínum að óttast Drottinn, og með fordæmi sínu og auðmjúkri hlýðni, að kenna þeim að bera mikla virðingu fyrir fórnunum sem táknuðu frelsarann sem var í vændum. Adam geymdi vandlega það sem Guð hafði opinberað honum og lét það ganga frá munni til munns til barna sinna og barnabarna.21 Þegar maðurinn varð fangi Satans, gekk ríkið sem hann átti, til sigurvegara hans. Þannig varð Satan „guð þessarar aldar“ 2. Kor. 4, 4. Hann hafði rænt yfirráðum yfir jörðinni, sem hafði upphaflega verið gefið Adam. En Kristur, sem með fóm sinni greiddi hegningu syndarinnar, myndi ekki aðeins frelsa manninn, „heldur ná yfirráðum aftur yfir því sem hann hafði glatað. Öllu sem hinn fyrsti Adam hafði glatað, myndi verða skilað aftur til hins annars Adams. Spámaðurinn segir, „En þú, hjarðarturn, hæð dótturinnar Zíon, til þín mun koma og aftur til þín hverfa hið forna veldi, konungdómur dótturinnar Jerúsalem.“ Míka 4, 8. Og postulinn Páll bendir fram til „að vér erum endurleystir Guði til eignar.“ Ef. 1, 14?2 Við megum eiga von á miklum hlutum frá Guði. Það var ekki eins og . . . Jesú væri tregur til að frelsa. Krossinn á Golgata lýsir hvernig hann metur sálina, og kærleika hans á hinu fallna mannkyni. Hann lítur á feng blóðs síns og segir með ólýsanlegri viðkvæmni, meðaumkun og kærleika, „Viltu verða heill?“ Jóh. 5, 6. Hann býður, „Komið til mín, og frelsist. Ég hef borið syndir þínar; fyrir mínar benjar urðu þér heilbrigðir.“ Hann er viljugri að gefa Heilagan Anda þeim sem biðja hann en foreldrar eru að gefa börnum sínum góðar gjafir. En við verðum að tæma hjörtu okkar af synd. Hann mun aldrei opinbera sig okkur sem synda-fyrirgefandi frelsari fyrr en okkur finnst við vera algerlega glötuð án hans, og það að lifa í synd er eymd, örvænting og dauði. Jesú, dýrmæti frelsari! Þú getur ekki treyst honum of mikið né of fljótt.23 Spurningar til umrœðu: 1) Hvers vegna gat bara sá sem var jafn Guði friðþægt fyrir brot á hinu heilaga lögmáli? 2) Hvaða þýðingu hafði yfirlýsingin í 1. Mós. 3, 15 fyrir Satan? Fyrir Adam og Evu? 3) Hvernig afsakar eða sjálfsréttlætir fólk sig þegar það syndgar? 4) Hvaða tilgang hafði kerfi fórnfærslunnar? 5) Hvers vegna var fyrsta fórn Adams „sársaukafull athöfn?“ 6) Hvaða markmið hefur endurlausnaráformið? 7) Hvaða forréttindi misstu Adam og Eva þegar þau syndguðu, en Kristur gefur aftur með end- urlausn sinni? 8) Er vegut Guðs of þröngur fyrir okkur að fylgja í Tilvitnanir: 1. Patriarchs and Prophets bls. 44 2. Patriarchs and Prophets bls. 4Í> 3. Patriarchs and Prophets bls. 46, 47 4. Spirit of Prophecy 1. bindi bls. 32, 33 5. Patriarchs and Prophets bls. 50,51 6. Patriarchs and Prophets bls. 48 7. Patriarchs and Prophets bls. 53 8. Patriarchs and Prophets bls. 55 9. Patriarchs and Prophets bls. 57 10. Patriarchs and Prophets bls. 60 11. Patriarchs and Prophets bls. 57, 58 12. Patriarchs and Prophets bls. 59 13. Patriarchs and Prophets bls. 63 14. Patriarchs and Prophets bls. 64 15. Patriarchs and Prophets bls. 65, 66 16. Review and Herald 18. 7.1882 17. Patriarchs and Prophets bls. 60 18. Patriarchs and Prophets bls. 61 19. Patriarchs and Prophets bls. 83,84 20. Patriarchs and Prophets bls. 68, 69 21. Spirit of Prochecy 1. bindi bls. 59 22. Patriarchs and Prophets bls. 67 23. Review and Herald 27.5.1884

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.