Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 13

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 13
Miðvikudagurinn 24. október A Ivarlegt verk á alvarlegum tíma Eftir Kenneth H. Wood Tíminn sem við lifum á er einstæður. Hann er frábrugðinn öllum öðrum tímum í sögu heimsins. I dag fer rannsóknardómur fram á himnum, alvarlegt verk sem ákveður hver fær að koma inn í hið syndlausa samfélag á himnum, þegar Kristur kemur, og einnig hverjir verða útilokaðir. Tíminn frá 1844 samsvarar hinum forna friðþægingardegi. Á friðþægingardeginum beindu ísraelsmenn athygli sinni að hinum jarðneska helgidómi, þar sem æðsti presturinn stóð milli þeirra og Guðs. Þeir athuguðu líf sín vandlega, til þess að ganga úr skugga um að þeir höfðu játað syndir sínar, iðrast þeirra, og látið af þeim. Einn hlutur og aðeins einn átti huga fólksins — það að allt væri í lagi milli þeirra og Guðs, svo að þeir yrðu ekki upprættir úr þjóð hans. Ritningin gefur það skýrt til kynna að hinn forni helgidómur var eftirmynd helgidómsins á hæðum. í Hebreabréfínu lesum við: „Vér höfum þann æðsta prest, er settist til hægri handar hástóls hátignarinnar á himnum, helgiþjón helgidómsins og tjaldbúðarinn- ar, hinnar sönnu, sem Drottinn reisti, eigi maður.“ (Heb. 8, 1. 2). Hinn „sanni“ helgidómur er á himnum, og Jesú er æðsti presturinn í þeim helgidómi. Ennfremur, starfíð sem prestarnir framkvæmdu í hinum jarðneska helgidómi var samskonar og verkið sem framkvæmt er á himnum. Innblásið orð segir okkur að þeir þjónuðu samkvæmt „mynd og skugga hins himneska“ (Heb. 8, 5). I hinum forna helgidómi, vegna fómar sem prest- arnir borðuðu eða blóði sem stökkt var á tjald hins heilaga staðar, þá voru syndir fólksins færðar yfir í helgidóminn. Eftir því sem þessar athafnir héldu áfram allt árið, þá „saurguðu" syndir fólksins helgi- dóminn. Til að fjarlægja „saurgunina“, á friðþæging- ardeginum, í árslok, voru syndir fólksins fjarlægðar. Þá var helgidómurinn „hreinsaður“. Á svipaðan hátt þarf helgidómurinn á hæðum, sem hinn jarðneski var mótaður eftir, hreinsun. Fyrir guðlega framkvæmd á deginum sem hinn forni friðþægingardagur benti fram til, munu syndir fólks Guðs, sem færðar hafa verið til hins himneska helgidóms, verða fjarlægðar. Og helgi- dómurinn „hreinsaður". Spámanninum Daníel, var sagt í sýn hvenær þessi hreinsun mundi eiga sér stað. „Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar, og þá mun helgidómurinn aftur verða kominn í samt lag.“ (Dan. 8, 14). Þegar brautryðjendur aðventboðskaparins rannsökuðu þennan spádóm, þá komust þeir að þeirri niðurstöðu að byrjun 2300 daganna var hin sama og byrjun 70 viknanna í Daníel 9, 24 — „frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk“ (vers 25). Þegar þeir komust að því að skipunin um endurbyggingu Jerú- salem var gefin út um haustið 457 fyrir Krist, þá bættu þeir við 2300 dögum (árum, samkvæmt ár- fyrir-dag meginreglu í skilningi spádóma) og loksins að 22. október 1844, sem tímanum þegar „helgidómur- inn“ mundi verða hreinsaður. Þegar þeir rannsökuðu athafnir hins forna helgi- dóms, sáu þeir að dagur friðþægingarinnar, var dagur dóms, og tíminn þegar framtíð hvers og eins væri ákveðin. Allir þeir sem höfðu haft syndir sínar færðar til helgidómsins, fengu leyfi að halda áfram að vera með fólki Guðs. Hinir sem ekki höfðu játað syndir sínar, voru „upprættir“. Þetta gerði það Ijóst afhverju dómssviðið var sýnt í sambandi við spádóma Daníels í sjöunda og níunda kafla. Spámaðurinn skrifaði: „Ég horfði og horfði, þar til er stólar voru settir fram og hinn aldraði settist niður. Klæði hans voru hvít sem snjór og höfuðhár hans sem hrein ull; hásæti hans var eldslogar og hjólin undir því eldur brennandi. Eld- straumur gekk út frá honum; þúsundir þúsunda þjónuðu honum og tíþúsundir tíþúsunda stóðu frammi fyrir honum. Dómendurnir settust niður og bókunum var flett upp.“ (Daníel 7, 9. 10). Hinir fyrstu aðventistar vissu að þeir lifðu á tíma dómsins og það fyllti þá hræðilegum alvarleika. Þeir rannsökuðu sálir sínar til að vera vissir um að allt væri í lagi milli þeirra og Guðs. Þeir játuðu syndir sínar og með tárum iðruðust þeirra. Þeir leituðu uppi þá sem þeir höfðu gert rangt til, og báðu um fyrirgefn- ingu. Þeir báðu um dýpri kristilega reynslu og um úthellingu Heilags Anda. Meira ljós lýsti huga þeirra þegar þeir héldu áfram að rannsaka. Skilningur í sambandi við helgidóminn á hæðum „opnaði sýn inn í fullkomið sannleikskerfi, samtengt og sjálfu sér samkvæmt.“ Deilan mikla bls. 438. Það „lýsti upp fortíðina, nútíðina, og framtíðina“ (sama). Hinir trúuðu sáu að í dæmisögunni í 22. kafla Matteusarguðspjalls var dómnum á undan endur- komunni lýst með athugun konungsins á brúðkaups- gestunum á undan brúðkaupinu til þess að sjá hvort þeir væru klæddir í brúðkaupsklæði. Þeir sáu líka, að „koma Krists sem æðsta prests okkar inn í hið allra helgasta til þess að koma helgidómnum í samt lag, sem lýst er í Daníel 8,14, koma mannssonarins til hins aldraða, eins og frá er skýrt í Daníel 7, 13, og koma Drottins til musteris síns, eins og Malakí spáir, eru lýsingar sama atburðar og þetta er einnig táknað með komu brúðgumans til brúðkaupsins, sem Kristur lýsir í dæmisögunni um meyjarnar tíu í 25. kafla Matteus- arguðspjalls.“ Deilan mikla bls. 441. Tvö mjög merkileg atriði Það voru tvö atriði sem höfðu mikil áhrif á hina fyrstu aðventista, atriði sem ættu að hafa áhrif á okkur líka: (1) þar eð dómur er í framkvæmd, þá er tíminn síðan 1844 mjög alvarlegur; og (2) fylgjendur Krists verða að samstarfa fyllilega með hinum him- nesku verum í því að þroska lyndiseinkunnina, láta af öllum þekktum syndum, og treysta á himneskan kraft til að sigrast á þeim. Ellen G. White skrifaði: „Hátíð-

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.