Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 10
Látum okkur þess vegna horfa aftur á krossinn. Þar sjáum við hinn réttláta sem dó fyrir hina ranglátu þar skiljum við kærleika Guðs að leggja syndir okkar á son sinn, og okkar „sljói skilningur getur skilið að nokkru leyti hvað syndin virkilega kostaði. Það getur verið að okkur finnist stundum að syndir okkar séu ekki merkilegar, en við skyldum aldrei gleyma því að það voru þær sem leiddu son Guðs til krossins. Þjónusta prestsins Við skulum fara aftur til syndarans sem varð að drepa hið saklausa fórnardýr. Hvað gerði presturinn sem stóð við hliðina á honum? Við höfum lesið í 3. Mósebók 4. og 6. kafla þessi orð: „Þannig skal presturinn friðþægja fyrir hann vegna syndar þeirrar, er hann hefir drýgt.“ (3. Mós. 4, 35). Já, syndarinn hafði drepið fórnardýrið, en hann gat ekki friðþægt sjálfur. Friðþægingin var gerð af prestinum. Eftir því sem Heb. 8, 5 segir þá var þjónusta prestanna hér á jörðu „sem veita þjónustu eftir mynd og skugga hins himneska, . . . fyrirmynd" þeirrar þjónustu sem Kristur innir af hendi fyrir okkur. Hann er ekki bara fórnarlambið okkar heldur æðsti prestur okkar. Hann dó fyrir okkur á krossinum og nú þjónar hann okkur á krossinum. Syndarinn gat aðeins komið inn í garðinn. Hann gat aldrei farið inn í helgidóminn. Friðþægingin gat aðeins verið gerð af prestinum. Hann gerði það sem var ómögulegt fyrir syndarann að gera. Han tók nokkuð af blóðinu og reið því á horn fórnaraltarisins, eða með fingri sínum stökkti nokkrum dropum af blóði fyrir framan tjaldið í helgidóminum. En frelsunaráformið felur í sér miklu meira en staðgengilsfórn. Það felur líka í sér þjónustu Drottins vors sem æðsta prests okkar. Á krossinum „aflaði hann eilífrar lausnar“ (Heb. 9, 12). Nú þjónar hann til þess að allir þeir sem eru tilbúnir að taka á móti hinni miklu náð hans, fái notið friðþægingarinnar. En þjónusta hans í helgidóminum mun aðeins koma að gagni fyrir þá sem taka á móti þessari endurlausn. „Helgidómurinn á himnum er þungamiðja starfs Krists fyrir mennina.“ (Deilan mikla bls. 505). Hvar eru syndir okkar núna? Eru þær ennþá þungar byrðar, sem við munum dag einn hníga undan? eða hafa þær verið teknar burtu af Kristi svo að nú „höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist“ (Róm. 5, 1)? Það sem ekki var hægt að gera með óteljandi dýrafórnum, hefur verið „einu sinni og fyrir alla tíð“ gert með fórn Krists. Ef við fyrir trú, persónulega þiggjum þetta, þá munum við eign- ast dásamlega reynslu. Guð sjálfur mun skrifa lögmál sitt á hjörtu okkar og hugi. „Þetta er sáttmálinn, er ég mun gjöra við þá eftir þá daga, segir Drottinn: Lög mín vil ég gefa í hjörtu þeirra, og í hugskot þeirra vil ég þau rita.“ (Heb. 10,16. 17). Það sem aldrei hefði getað gerst af mönnum, hefur nú verið gert af náð Guðs. Það er eitthvað sem við getum aldrei fyllilega skilið, en getur samt veitt okkur mikla gleði. Við höfum fyrir blóð Krists, frelsi til að fara inn í hið heilaga. í Jesú Kristi höfum við „Trúan æðsta prest . . . til þess að friðþægja fyrir syndir lýðsins. Því að með því að hann hefir liðið, þar sem hans sjálfs var freistað, er hann fær um að fulltingja þeim er verða fyrir freistingu“ (Heb. 2, 17. 18) Þegar við lesum þetta þá gerir það okkur auðmjúk, en það gefur okkur samt styrk. „Þá látum oss ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúar- trausti, er vér höfum hreinsað hjörtu vor af vondri samvisku, og laugað líkama vorn hreinu vatni“. (Heb. 10, 22). Spurningar til umræðu: 1) Hvernig var helgidómur Gamla Testamentisins, meira en staður almennrar tilbeiðslu? 2) Hvaða munur er á synda- og sektarfórnum og hvernig getum við notfært okkur þær lexíur sem þær kenna okkur í dag? 3) Hvers vegna varð syndarinn sjálfur að drepa fórnardýrið? 4) Hvað ætti það, að horfa til krossins, að gera okkur augljóst? 5) Hvers vegna voru það aðeins prestarnir sem fengu leyfi til að friðþægja fyrir synda- og sektarfórnir? 6) í frelsunaráforminu er fórnardauði Jesú á kross- inum og þjónusta hans sem æðsti prestur okkar, óaðskiljanleg. Afhverju? 7) Hvaða gleðilega fullvissu höfum við vegna æðstaprestsstarfs Jesú? Þriðjudagurinn 23. október Skuggi krossins Eftir Enoch De Oliveira Aðeins í fórn lambsins finnum við frelsi. Ef við tökum friðþœgingardauðann frá fagnaðarboð- skapnum, þá er syndarinn án vonar. Það eru til þeir sem játa kristna trú, sem finnst helgisiðaathafnirnar, sem voru svo hátíðlega haldnar í hinum forna helgidómi ísraels, þýðingarlitlar. Þeir fara mikils á mis, því að efni endurlausnarinnar, eins og því er lýst í Nýja Testamentinu, verður skýrara þegar það er skilið í ljósi levísku táknmyndanna. Prestþjónustan einkenndist af tveim þýðingarmiklum sjónarmiðum; daglegu og árlegu þjónustunni. „Er þetta var nú gjört með þeim hætti, þá ganga prestarn- ir stöðugt inn í fremri tjaldbúðina og inna af hendi þjónustu-athafnirnar; en inn í hina innri gengur æðsti presturinn einn einu sinni á ári, ekki án blóðs, sem hann ber fram fyrir sjálfan sig og fyrir yfirsjónir lýðsins.“ (Heb. 9, 6. 7). Einu sinni á ári, á tíunda degi sjöunda mánaðarins (Tishri), voru siðir Friðþægingardagsins haldnir hátíð- legir. Tíu dögum á undan hljómuðu silfurlúðrarnir, þeir sögðu fólkinu að undirbúa sig fyrir þennan mikla þjóðaratburð, Yom Kippur (Friðþægingardaginn). Á

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.