Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 9
Hinn syndlausi kom í stað syndarans Allt frá þeim degi er Adam féll í synd, hefur Guð gert allt til að sýna mannkyninu kærleika sinn. Með því að sýna kærleika sinn þannig, hefur hann gefíð mannkyninu styrk og nýja von. Samkvæmt áformi Guðs, myndi staðgengill koma í stað syndarans, og Guð sjálfur myndi sjá um þennan staðgengil. í eyðimörkinni gerði Guð sáttmála við ísraelsmenn, og valdi þá sem eign sína. Hann fyrirskipaði þeim að byggja helgidóm. Þessi helgidómur átti að vera meira en þungamiðja tilbeiðslu og dýrkunar. Með þjónust- unni sem þar átti að fara fram, samkvæmt fyrirskipun Guðs, áttu Israelsmenn að fá skýrari þekkingu á frelsunaráforminu. Þeir áttu að skilja betur hvernig Guð leysti hið mikla vandamál syndarinnar; hvernig hann myndi frelsa syndarann án þess að gera syndina eilífa; hvernig hann myndi skilja syndina frá syndar- anum; hvernig syndarinn myndi fá fyrirgefningu; og hvernig að lokum syndin mundi verða fjarlægð. En til að geta framfylgt þessu frelsunaráformi, þá varð Guð að borga svo hátt verð, að mannlegt ímyndunarafl getur ekki skilið það. Guð elskaði hið fallna mannkyn svo mikið að hann var viljugur að gefa son sinn; „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafí eilíft líf.“ (Jóh. 3, 16). Frelsunin hafði það í för með sér að Guð varð að taka mannlegt eðli og deyja fórnardauða á krossinum. „Því að Kristur leið líka einu sinni fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt oss til Guðs“ (1. Pét. 3,18). „Með því að það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig“ (2. Kor. 5,19). Þegar Jóhannes Skírari, sá Jesú koma niður að ánni Jórdan, og þekkti hann af trú, að vera sá sem mundi vera uppfylling endurlausnarlof- orðsins þá sagði hann: „Sjá, guðslambið, er ber synd heimsins!“ (Jóh. 1, 29) Pétur tjáði þennan sannleika á sama hátt þegar hann skrifaði: „Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð.“ (1. Pét. 2, 24). En hver eru skilyrðin fyrir því að Kristur geti burt tekið syndir okkar? Þessu er vel lýst í þjónustunni sem fór fram í tjaldbúðinni. í þriðju Mósebók eru hinar mismunandi fórnir nefndar — þær sem voru fram bornar daglega, vikulega, eða árlega. Fyrir synd- arann sjálfan voru synda- og sektarfórnirnar sérstak- lega þýðingarmiklar þar sem hann sjálfur tók þátt í að fórna þeim. Hvað gerðist þegar einn af Ísraelítunum syndgaði „af vangá í einhverju því, sem Drottinn hefír bannað að gjöra, og gjörir eitthvað af því:“ (3. Mós. 4, 2)? Ef hann var einn af almúgafólkinu, þá samkvæmt 3. Mós. 4, 28, þegar hann vissi um synd sína, þá kom hann í helgidóminn með gallalausa geit. Presturinn stóð tilbúinn til að taka á móti honum í helgidóms- garðinum. Sá sem hafði brotið af sér nam staðar fyrir framan altarið með dýr sitt sem syndafórn. Þar átti hann að „leggja hönd sína á höfuð syndafórnarinnar og slátra syndafórninni þar sem brennifórnum er slátrað.“ (29. vers) Bœtur í sambandi við sektarfórnina, þá var reglan sú að ef Ísraelíti hafði svikið nágranna sinn, þá vænti Guð þess að hann bætti upp, eins mikið og mö'gulegt var, það tjón sem synd hans hafði orsakað, eða skilaði aftur þeim hlutum sem hann hafði á ólöglegan hátt undir höndum. „Þegar hann syndgar þannig og verður sekur, þá skal hann skila því aftur, sem hann hefír rænt eða með ofríki haft af öðrum eða honum hefír verið trúað fyrir, eða hinu týnda, sem hann hefír fundið, eða hverju því, er hann hefír synjað fyrir með meinsæri, og skal hann bæta það fullu verði og gjalda fimmtungi meira, skal hann greiða það eiganda á þeim degi, er hann færir sektarfórn sína.“ (3. Mós. 6, 4-5). Væntir Guð þess ekki einnig á okkar dögum að við greiðum bætur? Það hlýtur að vera hverjum og einum ljóst sem viðurkennir synd sína, að hann eigi að bæta eins mikið og mögulegt er fyrir það tjón sem hlotist hefur. Við aðstæður þar sem þetta er ekki hægt, þá gæti verið ágætt að fylgja ráóum fyrri tíma: „En eigi maðurinn engan nákominn ættingja, er sektin verði greidd, þá skal sektin, er greiða skal heyra Drottni" (4. Mós. 5, 8). Þeir sem vilja vera vissir um fyrirgefningu á brotum sínum, ættu að hugsa um þetta; bætur, fyrir tjón sem hlotist hefur vegna syndar, ættu að vera samfara játningu þar sem þaó er mögulegt að gera slíka bót. „Dag eftir dag komu iðrandi syndarar með fórnfær- ingar sínar að dyrum tjaldbúðarinnar, og um leið og þeir lögðu hönd sína á höfuð fórnardýrsins, játuðu þeir syndir sínar og fluttu þær þannig á táknrænan hátt frá sér yfír á hið saklausa fórnardýr. Síðan var dýrinu slátrað." (Deilan mikla bls. 433) Hver drap dýrið sem komið var með sem fórnfær- ingu? Syndarinn sjálfur varð að gera það. Fórnardýrið var táknmynd hins lofaða Messía. „Því að það er ómögulegt, að blóð nauta og hafra geti burt numið syndir." (Heb. 10, 4). Og það gat ekki endurleyst manninn. Dauði dýrsins sem fórnað var í helgidóms- garðinum gat aðeins verið ímynd þess verks sem Kristur myndi gera. „Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð“ (1. Pét. 2, 24). Á krossi Golgata var syni Guðs fórnað sem hinu saklausa lambi. Hann varð að deyja fyrir syndir okkar. Við vitum öll að dauði Jesú á krossinum er söguleg staðreynd. En gerum við okkur fyllilega grein fyrir því að það voru syndir okkar sem leiddu hann þangað og urðu þess valdandi að hann dó? Það sem Pétur sagði á hvítasunnunni, við þá sem voru að hlusta á hann, (Post. 2, 23) „Hann hafíð þér . . . neglt á kross með höndum vondra manna og tekið af lífi“, á í rauninni við okkur í dag. Það var ekki aðallega hatur Gyðinganna eða grimmd Rómverjanna sem orsakaði dauða Jesú. Nei, það var synd okkar — óhlýðni, uppreisn, afbrýðisemi, sjálfsupphefð, og sjálfselska. Ef við fínnum virkilega fyrir því hverju synd okkar hefur komið til leiðar, þá munum við ekki aðeins biðja um fyrirgefningu, með því að horfa í trú á fórn hans, heldur líka biðja um styrk til að yfirbuga synd í lífi okkar. „Krossinn opinberar sljóum skilningi okkar þá kvöl, sem syndin, allt frá byrjun, olli hjarta Guðs.“ Education bls. 263.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.