Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 20

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 20
Spurningar til umrœðu: 1) Afhverju eru uppfyllingar Messíasarspádóm- anna sterkustu sannanirnar fyrir því að Jesú frá Nasaret var hinn sanni Messías? 2) Hvað af því sem hinir 120 fylgjendur Krists gerðu í loftsalnum þegar þeir voru að undirbúa sig fyrir vorregnið (reynslu hvítasunnunnar) mundi eiga við okkar undirbúning undir reynslu haustregnsins? 3) Hverjar af afleiðingum hvítasunnunnar (a) í söfnuðinum sjálfum og (b) í heiminum gætum við aftur átt þátt í þegar Guð mun úthella Anda sínum í reynslu haustregnsins? 4) Af hverju finnst kristnum mönnum að hvíta- sunnan hafi ekki verið hin algjöra uppfylling spádómsins í Jóel 2, 28-32? 5) Hvaða settum skilyrðum verður hinn kristni að uppfylla til þess að geta hlotið reynslu haust- regnsins? Hvíldardagurinn 27. október Æðsti prestur okkar kemur aftur sem konungur Eftir Neal C. Wilson Endurkoma Krists er jafn þýðingarmikil fyrir uppfyllingu áforms Guðs og fyrri koma hans var. Hinir kristnu Gyðingar í hinum fyrsta söfnuði báru lotningarfulla virðingu fyrir Musterinu og þjónustu þess. í sumum tilvikum var þessi virðing svo ýkt að þeir voru í vandræðum með að skilja hvernig starf Jesú og staða kristindómsins var tengt hinni fornu þjónustu. Hebreabréfið var skrifað til hinna kristnu Hebrea, til að skýra þetta samband og til að benda á hina æðri stöðu Jesú og þá staðreynd að kenningar hans eru æðri allri mannlegri heimspeki og trúarkerfi. Ein grein í Hebreabréfinu er sérstaklega mikilvæg. Það bindur á óaðskiljanlega hátt meðalgöngustarf Krists á krossinum og æðstaprests störf hans í helgi- dómnum við endurkomu hans. Þar stendur skrifað: „Það var því óhjákvæmilegt að þessar eftirmyndir þeirra hluta, sem á himnum eru, yrðu hreinsaðar með slíku, en fyrir sjálft hið himneska þurftu til að koma betri fórnir en þessar. Því að Kristur gekk ekki inn í helgidóm höndum gjörðan, eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur inn í sjálfan himininn, til þess að hann skyldi frambera sjálfan sig margsinnis, eins og æðsti presturinn gengur inn í hið heilaga á ári hverju með annarlegt blóð; þar sem hann hefði þá oft orðið að líða frá grundvöllun heims, heldur hefir hann nú birst í eitt skifti við endi aldanna, til að afmá synd með fórn sinni. Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja, en eftir það er dómurinn, þannig mun og Kristur, eitt sinn fórnfærður til að bera syndir margra, í annað sinn birtast án syndar, til hjálpræðis þeim, er hans bíða.“ (Heb. 9, 23-28). Á okkar dögum þurfum við ekki að koma með sannanir fyrir því að fóm Jesú er æðri en jarðneskar fórnir. Við trúum því öll. Það sem við þurfum að læra af þessari grein er það sem hún segir okkur um starf Jesú fyrir okkur auma syndara. Takið eftir að þessi grein talar þrisvar sinnum „um komu“ Jesú; í fyrsta sinn í nærveru Guðs (24. vers); í annað sinn, í þennan heim „til að afmá synd“ (26. vers); og í þriðja sinn, „í annað sinn,“ það er, endurkoman í skýjum himinsins (28. vers). Höfundurinn byrjar með starfi Jesú nú á himnum, þá fer hann til starfs hans á jörðinni, í fortíðinni, og að lokum, til starfs hans í framtíðinni. Við skulum gera stutta könnun á starfi Jesú fyrir okkur, í þessari röð. / nœrveru Guðs Við höfum í bænavikunni verið að ransaka starf Krists sem æðsta prests okkar í nærveru Guðs. Þessa þjónustu gerir hann „oss til heilla“ (24. vers). Við erum í stöðugri þörf fyrir þjónustu hans. „Allir sem vilja losna frá þrældómi og þjónustu Satans, og \ilja standa undir hinum blóðuga fána ímmanúels prins munu verða varðveittir fyrir meðalgöngu Krists. Kristur, sem meðalgöngumaður okkar, sitjandi til hægri handar föður sínum, hefur okkur alltaf í huga, því að það er eins nauðsynlegt að hann varðveiti okkur fyrir meðalgöngu sína og það að hann frelsaði okkur með blóði sínu. Ef hann sleppir okkur andartak, þá er Satan reiðubúinn að útrýma okkur. Þá, sem keyptir voru með blóði hans, varðveitir hann nú með meðalgöngu sinni.“ The SDA Bible Commentary, Skýringar Ellen G. White á Róm. 8, 34., bls. 1078. Það eru þrjár ómetanlega dýrmætar, andlegar blessanir sem við getum gert tilkall til vegna meðal- göngu Krists; sú fyrsta er, fyrirgefning synda; önnur er, þjónusta Heilags Anda; og sú þriðja er, takmörkun hins illa í heiminum. Það er með því að læra um helgidóminn og þjónustu hans að eg skil betur mikil- leik áforms himinsins fyrir mig. Það segir mér að fyrir dauða, upprisu og meðalgöngu Jesú séu syndir mínar fyrirgefnar og ég hatí frið við föðurinn. Friðþægingin hefur verið gjörð og ég hefi fengið gjöf tilreiknaðs réttlætis. Ég er sagður réttlátur af frelsara mínum í viðurvist alheimsins. Allt þetta hefur verið gert í Kristi einum, og ég get ekkert lagt af mörkum. Allt sem ég get gert fyrir mitt eigið réttlæti, er að taka á móti. Réttlætt persóna stendur í nærveru syndlauss og syndhatandi Guðs, eins og hann hefði aldrei syndgað. Lofið hans heilaga nafn! Þar sem ég er þannig færóur í rétt samfélag við Drottinn minn, þá hef ég einnig þá fullvissu og þá von að með endurfæðingu minni muni ég vaxa og dag hvern líkjast honum meir og meir. Fyrir Krist get ég

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.