Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 21

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 21
tekið á móti krafti Heilags Anda „til að sigra allar áskapaðar og áunnar tilhneigingar til ills“ Desire og Ages, bls. 671. Það eina sem hylur mig er skikkja réttlætis hans, en fyrir meðalgöngu hans og þjónustu Heilags Anda, þá get ég daglega í trú fengið reynslu ævilangrar helgunar, og tekið á móti loforðinu um réttlætingu sem mér er látin í té. Meðan ég bíð eftir, og þrái ákaflega dýrðina sem í vændum er, þá heldur Drottinn minn aftur af tilraunum Satans og öllum hans illu öflum til þess að eyðileggja jörðina með náttúrulegum hamförum, stríðum, hatri, sjúkdómum og andstyggilegu óhófí ósiðseminnar. „Tíminn sem við lifum á er tími mikilla æsinga. Metnaðargirnd og stríð, skemmtun og það að auðgast fyllir hugi mannanna. Satan sér að tíminn er naumur og hann hefur sett allan sinn liðsafla til starfa til að svíkja, blekkja og hrífa menn þangað til að reynslu- tímanum er lokið og náðardyrunum er að eilífu lokað.“ Testimonies, 6. bindi bls. 31. Hversu þakklátur er ég ekki að Jesú hefur gefíð englum sínum það starf að vernda þjóna sína sem treysta honum, fyrir ráðagjörðum illra manna og engla sem reyna að valda þeim líkamlegum árásum. Hann frelsar helga menn sína frá freistingu sem myndi verða þeim um megn. Þessi meðalganga Jesú æðsta prests okkar er ekki tilraun hans til að fá ófúsan Guð til þess að vera miskunsamur við börn sín, heldur er hann að krefjast þess sem hann hefur rétt á fyrir fólk sitt. Ellen G. White skrifaði. „Og núna, ekki bara sem bænagjörðar- maður heldur sem sigurvegari sem krefst sigurs síns gengur Drottinn frelsunar okkar fram, okkur til heilla.“ Christ’s Object Lessons, bls. 156. Þessi sigur var unninn á Golgata. Þetta er upp- sprettan, sem svör við bænum okkar kemur frá. „Kristur glímdi í einlægri bæn; Auðmjúk var bæn hans til föðurins samfara miklum gráti og tárum vegna þeirra sem hann hafði frelsað. Þeirra vegna hafði hann yfirgefíð himininn, og komið til þessarar jarðar. Hversu sæmandi, já hversu nauðsynlegt að menn skyldu biðja og ekki gefast upp! Hversu þýðing- armikið að þeir skyldu vera skjótir í bæn, með beiðni um hjálp sem getur aðeins komið frá herra vorum Kristi! Ef þú getur fundið rödd og tíma til að biðja, þá mun Guð fínna tíma og rödd til að svara.“ — Reviev and Herald, 1. apríl, 1890. Aö afmá synd Það er til Golgata sem höfundurinn beinir athygli okkar, í 26. versi. Kristur kom til þessa heims í fyrsta sinn til „að afmá synd“. Jesús tekur í burtu synd persónunnar sem hefur trú á hann. Hann kom til að frelsa fólk sitt frá syndum þeirra. „Kristur tók á sig það sem við verðskuldum til þess að við mættum öðlast það hlutskipti sem hann verðskuldar. Hann var sakfelldur fyrir syndir okkar, sem hann átti engan þátt í, til þess að við mættum verða réttlættir fyrir hans réttlæti, sem við áttum engan þátt í. Hann þoldi þann dauða sem við höfðum til unnið, svo að við mættum öðlast það líf sem var hans. „Fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.“ “ Desire of Ages, bls. 25. Takið eftir að fórnin var hann sjálfur (26. vers) — sjálfboðafórn. Að læra meira um þennan sannleika mundi vera nám sem hefði mikil laun í för með sér, sem myndi sýna á áhrifamikinn hátt, að þessi fórn er ein af þeim sönnunum um kærleika hans til okkar, sem best sannfærir. Þetta var líka fórn sem var færð í eitt skipti fyrir öll. Það þarf aldrei að endurtaka hana. Þessi fórn nægir algjörlega fyrir hvaða vandamál sem er, eða hvaða það ástand sem fyrir kann að koma, sem afleiðing synda. Það er með þessum hætti sem lög- hlýðni við Guð er tryggð að eilífu. Samt sem áður, eigi Kristur að binda algeran enda á synd, verður hann að fara lengra en að krossinum. Hann verður að fara að hinum himneska helgidómi. Og hann verður að fara lengra en að hinum himneska helgidómi. Það verður að koma að því að hann safni til sín hinum endurleystu sem hann hefur frelsað. 28. versið gefur til kynna að tilgangur þessarar komu er ekki „til að afmá synd“ heldur til að koma með frelsun og endanlega lausn fyrir fólk sitt. Hann hafði þegar frelsað það, en við þessi dásamlegu og ólýsanlegu endalok þá verður það fyrir alla þá sem eru „trúaðir" að raunveruleika. Þetta er eina skiptið í Biblíunni sem að orðið „annað sinn“ er notað í sambandi við endurkomu Jesú til jarðarinnar. Fólkið sem Jesú kemur til að frelsa hefur verið andlegir þegnar hans. Þeir hafa trúað á hann og hann hefur frelsað þá. Þau hafa gert hann að herra yfír lífi þeirra. Núna, sem Drottinn og konungur, tekur hann á móti þeim sem þegnum hins dýrlega ríkis síns. Á sama tíma er ríki Satans í upplausn, og mun fljótlega fá sinn síðasta dóm. Til þess að vera tilbúin þegar Jesú kemur í annað sinn þá verðum við að trúa því að hann kom til að „afmá synd með fórn sinni“, og við verðum að trúa að hann kemur núna fram „fyrir augliti Guðs oss til heilla.“ Með öðrum orðum, aðeins Jesú og frelsandi náð hans getur gert okkur að þegnum í ríki hans. Bíður þú í dag „með ákafa“ eftir endurkomunni? Hvað gerir fólk sem bíður „með ákafa“? Hvað er sönnun mikils ákafa? Er persónulegur vitnisburður og sálnavinnandi starf ein slík sönnun? Okkur er sagt, „Það eru forréttindi hvers kristins manns eða konu ekki aðeins að bíða eftir heldur að flýta fyrir komu Drottins vors Jesú Krists.“ Christs Object Lessons, bls. 69. Það eru okkar forréttindi að bera vitnisburð bæði með lífi og röddu um alla þá miklu hluti sem Jesús hefur gert fyrir okkur. Við lifum á athyglisverðustu tímum jarðarinnar. Það er uppskerutími og við megum ekki valda hús- bónda okkar vonbrigðum. „Það að bíða og vinna verður að fara saman; trú og verk verða að vera tengd.“ Selected Messages, 1. bindi bls. 139. Sumir hafa túlkað hugsunina sem lýst er í 28. versi, að Jesú muni birtast hinu bíðandi fólki sínu, sem samsvarandi því að æðsti presturinn birtist hinum kvíðandi, bíðandi mannfjölda þegar hann kom út úr hinu allra helgasta á friðþægingardeginum. Þetta var hið alvarlegasta andartak í hinni fornu helgidóms- þjónustu. Meðan presturinn var í því allra helgasta með blóð hafurs Drottins, þá beið söfnuðurinn eftir að hann kæmi heilu og höldnu frá návist Guðs. Einnig svo er fólki Guðs lýst í 28. versinu sem bíðandi í ákefð,

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.